fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi NBA-leikmaður og Idol-keppandi létust í bílslysi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rasual Butler, leikmaður í NBA-deildinni til margra ára, og eiginkona hans, söngkonan Leah LaBelle Vladowski létust í bílslysi aðfaranótt miðvikudags skammt frá Los Angeles.

Hjónin voru í Range Rover-bifreið sinni þegar Rasual missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og endaði á steyptum vegg. Slysið varð um klukkan hálf þrjú í Studio City og staðnæmdist bifreiðin á bílastæði verslunarmiðstöðvar.

Butler var 38 ára en Vladowski 31 árs. Butler þessi lék í NBA-deildinni í mörg ár. Hann var valinn af Miami Heat árið 2002 og lék með liðum eins og Los Angeles Clippers, Toronto Raptors, Indiana Pacaers, Washington Wizards en nú síðast, árið 2016, var hann á mála hjá San Antonio Spurs. Butler skoraði 7,5 stig að meðaltali í leik á ferli sínum í deildinni.

Fyrrverandi samherjar hans hafa minnst hans eftir að fregnir af slysinu spurðust út. Meðal þeirra var Pat Riley, forseti Miami Heat, sem sagði hann hafa verið frábæran leikmann, einstakan liðsfélaga, en, umfram allt, góða manneskju.

Eiginkona hans, Vladowski, var R&B-söngkona og vakti fyrst athygli í þriðju þáttaröð hina geysivinsælu þátta, American Idol. Vladowski endaði í tólfta sæti í þáttunum og skrifaði síðar undir samning við útgáfufyrirtæki Pharrel Williams.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar