fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 11. desember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var ekkert að æsa mig yfir þessu fyrst því mér fannst að bærinn ætti að gefa þessu séns og mér fannst þetta að vísu skelfilega ljót verksmiðja. En ef hún fer aftur í gang og það reynist rétt að þetta hafði áhrif á dóttur mína þá verðum við að koma henni úr bæjarfélaginu. Hún er skíthrædd við þetta sjálf því henni leið svo illa,“segir María Ísrún Hauksdóttir, íbúi í Reykjanesbæ og móðir 14 ára stúlku sem glímdi lengi vel við svæsinn asma. Einkenninn blossuðu upp um svipað leyti og kísilver United Silicon var tekið í notkun í Helguvík í lok árs 2016. Þegar starfsemin var stöðvuð á seinasta ári hurfu einkennin sömuleiðis.

 Hneig niður í leikfimitíma

„Hún varð mjög veik í kringum 11 mánaða. Þá fékk hún RS vírus og ég hætti með hana á brjósti. Þá hrundi ónæmiskerfið hennar og hún var með mikinn astma og síemdurteknar sýkingar,“ segir María í samtali við DV.

„Hún notaði tvennskonar astmalyf 3 til 4 sinnum á dag. Svo um sex ára styrktist ónæmiskerfið og þá notaði hún bara pústið ef hún varð eitthvað veik. Sem var nú ekkert svakalega oft og frá 10 ára hefur hún verið frekar heilsuhraust. Hún verður svo bara allt í einu svona slæm aftur þegar var kveikt á verinu og var komin á stera og púst og mikinn astma. Hún hóstaði stanslaust og það var enginn að skilja alveg hvað væri í gangi.“

María Ísrún og Hafdís Eva

Dóttir Maríu, Hafdís Eva er mikil íþróttamanneskja og æfir sund af krafti.

María segist hafa leitað margoft með dóttur sína til læknis og var hún sett aftur á stera og púst. Hafdís Eva var hætt að geta skokkað úti og var farin að sofa mjög illa.

„Hún var mjög veik á þessu tímabili. Hún var síhóstandi og hneig niður eitt sinn í útileikfimistíma vegna öndunnarerfiðleika. Við vorum farin að hallast að því að það væri myglusveppur í húsinu en enginn annar af okkur í fjölskyldunni var eitthvað veikur.“

Þegar Hafdís Eva dvaldi hjá pabba sínum um helgar þá skánuðu einkennin til muna.

„Svo bara steinhætti þetta einn daginn. Hún notar engin astmalyf í dag nema bara fyrir sundæfingu og það á ekki við um alla daga, bara ef það eru sprettir og svo þegar hún er að keppa.“

María segist ekki hafa verið ein af þeim sem settu sig upp á móti starfsemi kísilversins í byrjun og jafnvel verið fylgjandi því að fá fleiri atvinnutækifæri í bæjarfélagið. Í fyrstu hafi hún ekki tengt veikindi Hafdísar Evu við starfsemi kísilversins.

„Ég var ekkert að tengja þetta en svo bara kom þessi hugsun „getur það verið?“  Af því að  þetta byrjaði þegar kísilverið var í gangi og hætti svo bara þegar á því var slökkt.“

Segja lífsgæði verulega skert

Lyktar og reykmengun kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík hefur verið talsvert til umfjöllunar undanfarin misseri. Í ágúst á seinasta ári sendu Samtök andstæðinga stóriðju í Helguvík, ASH, frá sér yfirlýsingu þar sem hvatt var til þess að verksmiðju United Silicon í Helguvíkyrði lokað. Fram kom að hluti íbúa á Reykjanesi hefði ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum og vanlíðan vegna mengunar frá verksmiðjunni.

Kísilverksmiðjan í Helguvík

„Ef marka má hluta íbúa þá hafa þeir upplifað verulega skert lífsgæði vegna starfsemi United Silicon þar sem þeim er í sumum tilfellum haldið í gíslingu innandyra og geta ekki haft glugga opna. Þá hefur hluti íbúa fundið fyrir líkamlegum einkennum eins og auknum astmaeinkennum, hæsi, þurrk í hálsi og sviða í augum svo fátt eitt sé nefnt. Stjórn samtakanna telja það því með öllu óljóst að mengun frá United Silicon sé skaðlaus heilsu manna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur kísilversins í september á seinasta ári. Stakkberg ehf., dótturfélag Arion banka tók yfir reksturinn í febrúar síðastliðnum og hyggst eyða fjórum milljörðum króna í að koma starfseminni í gang á ný.

Á íbúafundi vegna málsins, sem haldinn var í Stapa í Reykjanesbæ þann 22. Nóvember síðastliðinn var mörgum heitt í hamsi. „Afsakið meðan ég æli, ég vil sjá ykkur fara burt héðan. Ég vil ekki kynnast ykkur betur, Þórður,“ sagði einn íbúi meðal annars.

Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að  starfsemi kísilversins yrði ekki í sama horfi og áður og mikilvægt væri að vanda vel til verka áður en starfsemi hefst á nýjan leik. Hagur allra væri að rétt væri staðið að rekstrinum.

Íbúasamtökin And­stæðing­ar stóriðju í Helgu­vík hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna málsins en í fréttatilkynningu frá samtökunum kemur fram að flest­ir flokk­ar sem voru í framboði boðið fyr­ir síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Reykja­nes­bæ hafi gagn­rýnt stóriðju­mál­in í Helgu­vík. Þá er meng­andi stóriðju  hafnað í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar. Sam­tök­in kalla eft­ir því að leitað verði álits íbúa á mál­inu með kosn­ingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv