fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Erill hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt – Hvað gerðist í þínu hverfi?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 07:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og komu fjölbreytt mál upp sem lögreglan þurfti að sinna. Hér er yfirlit yfir þau helstu.

18:13    Akstur ökumanns stöðvaður í hverfi 105.  Ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti við akstur og virti ekki  merkjagjöf lögreglu varðand stöðvun ökutækis.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

18:30    Tilkynnt um innbrot í bifreið hverfi 103.  Rúða brotin,  hljóðfæri og fleiru stolið.

19:02    Maður handtekinn í hverfi 108 grunaður um húsbrot, þjófnað og vörslu fíkniefna.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

01:58    Akstur ökumanns stöðvaður í hverfi 108 eftir að hann hafði ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að vera ekki með ökuskírteini sitt meðferðis, vörslu fíkniefna ofl.

18:23    Akstur ökumanns stöðvaður í Breiðholti.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

19:50    Maður í annarlegu ástandi handtekinn í Kópavogi. Hann er grunaður um þjófnað úr verslun.  Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

22:47    Maður í annarlegu ástandi handtekinn í Kópavogi en hann er grunaður um líkamsárás og rán.  Sló að sögn mann í andlitið og rændi farsíma hans.  Árásaraðili vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

01:53    Akstur ökumanns stöðvaður á Reykjanesbraut.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hafði ekki ökuskírteini sitt meðferðis.  Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna.  Bifreiðin reyndist vera ótryggð og skráningarnúmer því klippt af.

03:42    Akstur ökumanns stöðvaður í Kópavogi.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi.

23:04    Tilkynnt um umferðaróhapp í Hvalfjarðargöngum.  Tvær bifreiðar, báðar sagðar óökufærar eftir óhappið.  Annar ökumaðurinn kvartaði um eymsli í hálsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar