fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Harmleikur í Ástralíu: Bíllinn bilaði á afskekktum stað – Fjórir fundust látnir

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 16:10

Þegar haldið er af stað í ferðalag um afskekkt svæði skiptir miklu máli að tryggja að bíllinn sé í góðu lagi, þú hafir síma meðferðis og í versta falli að einhver viti af ferðum þínum.

Óhugnanleg sjón blasti við lögreglumönnum í norðurhluta Ástralíu í vikunni þegar þrír einstaklingar fundust látnir við bifreið á afskekktum stað, rúmum 200 kílómetrum norðvestur af Alice Springs.

Þrír einstaklingar; 19 ára karlmaður, 19 ára kona og 3 ára barn fundust látin í gær og leiddi rannsókn lögreglu í ljós að tólf ára drengur var einnig með fólkinu. Hann var hins vegar hvergi sjáanlegur. Leit að drengnum skilaði árangri í morgun þegar hann fannst látinn skammt frá bifreiðinni.

Í fréttum ástralskra fjölmiðla kemur fram að fólkið hafi að líkindum dáið úr vökvaskorti eftir að bíllinn bilaði. Fjarskiptasamband er ekki upp á marga fiska á þessum slóðum og er talið að fólkið hafi ekki getað látið vita af sér á þessum fáförnu slóðum.

Jody Nobbs, yfirmaður hjá lögreglu, segir við Sydney Morning Herald að vegfarendur þurfi að tryggja að bifreiðar séu í lagi áður en haldið er í ferðalög um fáfarna vegi. Þá sé mikilvægt að hafa vatn og mat meðferðis ef illa fer. Nobbs segir að líklega hafi ekki fleiri verið í bifreiðinni en lögregla mun leita af sér allan grun hvað það varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“