Fréttir

Stakk konu í kviðinn á Þorlákshöfn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 10:01

Ljósmynd: DV/Hanna

Karlmaður fæddur árið 1959 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 8. nóvember. Maðurinn er talinn hafa ráðist á konu í heimahúsi í Þorlákshöfn á sunnudaginn.

Lögregla greinir frá þessu í fréttatilkynningu. „Maðurinn er talinn hafa veitt konu á fimmtugsaldri stunguáverka á kvið með hnífi. Konan var flutt af vettvangi á sjúkrahús, með sjúkrabifreið, þar sem hún dvelur enn en er ekki talin í lífshættu. Báðir aðilar eru af erlendu bergi brotnir en hafa verið búsettir hér og unnið um lengri tíma,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af