fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sárnaði í Smáralind: Steinunn er fullorðin en allir halda að hún sé barn – „Ég fékk litabók með barnapizzu- og naggatilboði“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Anna Radha segist lenda í því ítrekað að fullorðið fólk haldi að hún sé barn. Steinunn er íslensk, á íslenska foreldra, en var átta mánaða gömul þegar hún var ættleidd frá Indlandi. Vandamál Steinunnar náði ákveðnu hámarki á dögunum þegar fullorðinn karlmaður stöðvaði hana og kallaði til lögreglu þar sem hann hélt að barn væri undir stýri bíls. Steinunn varð tvítug fyrr á þessu ári.

„Rétt fyrir klukkan 18 í kvöld var ég stödd í Hafnarfirðinum og var við það að setjast undir stýri á heimleið úr jóga, sem er ekki frásögur færandi nema fyrir það að upp að mér kom maður og heimtar lyklana af bílnum mínum þar sem ég væri barn og hefði ekki aldur til þess að keyra bíl. Því næst hringdi hann á lögregluna og við biðum eftir henni,“ skrifaði Steinunn á Facebook á laugardaginn.

Þegar lögregla kom á vettvang þá kannaðist viðkomandi lögregluþjónn við hana. Hann hafði áður fengið tilkynningu um barn undir stýri sem reyndist vera hún. „Mér lá ekki á og var róleg, verandi með ökuskírteini til fjögurra ára í símahulstrinu. Þegar lögreglan mætti sagði hún „Þetta ert þú, ég hef elt þig uppi áður.“ Þar sem þetta er ekki í fyrsta og ekki síðasta skipti þar sem ég er stoppuð fyrir tilkynningu um barn undir stýri. Þetta var bitur en sæt tilfinning á sama tíma og köld tuska í andlitið fyrir hann. Vonandi hefur hann varann á í framtíðinni varðandi að dæma fólk án þess að þekkja það,“ segir Steinunn.

Fékk litabók og bað um bjór

Í samtali við DV segir Steinunn að þetta sé fjarri lagi í fyrsta skipti sem hún lendir í svipaðri reynslu. Hún vísar til tveggja stöðufærslna en hún skrifaði aðra þeirra í október í fyrra. Þá var henni rétt litabók á veitingastað. „Ég fór á Fridays i Smáralindinni núna á föstudaginn með fjölskyldunni, sem er ekki í frásögu færandi nema vegna þess að okkur er vísað til sætis og réttir matseðlar. Foreldrarnir og yngri bróðir minn fengu matseðla, en ég fékk litabók með barnapizzu- og naggatilboði. Eins og svo oft áður vissi ég ekki hvað ég átti að segja, varð svo lítil í mér að ég þorði ekki að biðja um matseðil,“ sagði Steinunn.

Hún náði þó slá þjóninn út af laginu. „Ég sem hafði gert mig fína, málað mig og sett á mig varalit og maskara, hélt að ég myndi ekki lenda í þessu svoleiðis útlítandi. Mamma grenjaði úr hlátri af hneyksla og biturð ásamt hinum við borðið. Ég hefndi mín og pantaði mér bjór til að svara fyrir mig. Þvílíkt var svipurinn á þjóninum dásamlegur þegar ég var sú eina með áfengan drykk. Svo lengi sem ég lifi mun ég ekki hætta að bregða fólki á svipaðan hátt. Elsku þjónustufólk, það er ekkert að því að spyrja hreinlega þegar maður er ekki viss, þó það virki vandræðalegra,“ sagði Steinunn.

Skammaðist sín

Í hinni stöðufærslunni, sem hún skrifaði í maí á þessu ári, lenti hún í eldri konu sem vildi ekki trúa aldri hennar. „Þegar ókunnug kona kemur upp að mér og þykist vita aldur minn betur en ég, verð ég hissa (samt ekki, ég er búin að venjast því). Hún horfði til skiptis á mig og mömmu og spyr svo hvað ég sé gömul. Ég svara og segist vera næstum tvítug. Hún segir að það geti sko ekki verið, hún þekki sko 18 ára stelpu frá Indlandi og að hún sé ekki svona lítil. Því næst hlær hún,“ sagði Steinunn.

Hún bætir við að þetta hafi tekið á móður hennar. „Ég svaraði henni að við værum öll jafn ólík og við værum mörg, að ég hafi ekki frekar en hún, valið hæð mína. Enn hló hún og ranghvolfdi augunum. Þarna var mamma farin að tárast, þar sem við lendum svo oft í svipuðum atvikum og þar fylltist mælirinn. Ég ákvað að það væri ekki þess virði að reyna að tala konuna til, heldur fór heim með það á tilfinningunni að ég hafi gert eitthvað rangt, skammaðist mín fyrir að vera ég. Fyrir að vera lítil, í aðstæðum sem ég gat ekki breytt,“ sagði Steinunn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu

Hundur Magnúsar talinn hafa farist með honum í sjóslysinu
Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“