fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kærur vegna byrlunar hafa aukist um 500% á 10 árum – Engar verklagsreglur til hjá lögreglu

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra á Alþingi hversu margar kærur hafa borist lögreglu frá árinu 2007 vegna afbrota þar sem einstaklingur telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan sem dregur úr meðvitund hans, sjálfstjórn eða getu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Helgi Hrafn spurði einnig hvort liggi fyrir verklagsreglur um meðferð og skráningu slíkra mála ásamt því að spyrja ráðherra hvort hún telji að það komi skýrt fram í hegningarlögum að það sé refsivert brot að byrla einstaklingum ólyfjan.

Engar verklagsreglur til hjá lögreglu

Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að um 500% aukning hefur verið á kærum til lögreglu vegna byrlunar, eða frá því að vera 16 árið 2007 í það að vera 78 árið 2017. Ráðherra segir einnig að  samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra liggi ekki fyrir verklagsreglur um meðferð og skráningu mála þar sem grunur leikur á að um byrlun hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir drög að slíku verklagi, þar sem áhersla er lögð á að bæta skráningu þessara tilvika, en það hefur ekki verið innleitt hjá embættinu. Telur ráðherra einnig að ákvæði almennra hegningarlaga séu fullnægjandi að því er snertir þá háttsemi að byrla einhverjum ólyfjan. Hún tekur það fram að það sé einnig mat ríkissaksóknara samkvæmt upplýsingum frá embættinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar