fbpx
Fréttir

Frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi lagt fram í dag – Á að tryggja áframhaldandi laxeldi á Vestfjörðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 05:27

Mynd úr safni.

Í dag leggur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, fram frumvarp á Alþingi til breytingar á lögum um fiskeldi. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að laxeldisfyrirtækin Fjarðalax og Arctic Fish geti haldið starfsemi sinni áfram þrátt fyrir að starfsleyfi þeirra hafi verið afturkölluð. Í frumvarpinu kemur fram að sjávarútvegsráðherra geti, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, veitt fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðastarfsleyfi til allt að tíu mánaða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frumvarpinu sé ætlað að laga til framtíðar, með almennum hætti, annmarka sem er á lögum um fiskeldi. Sá annmarki er að í núverandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar að stöðva starfsemi fiskeldisstöðvar ef rekstrarleyfi hennar er fellt úr gildi. Því hafi stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta og geti ekki gætt meðalhófs, segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðherra.

Með frumvarpinu er fyrirtækjunum tveimur veittur frestur til að fara yfir umhverfismat fyrirtækjanna til að tryggja að umsóknir þeirra um aukið laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum verði samkvæmt lögum og reglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Stúlkurnar fundnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“
Fréttir
Í gær

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Í gær

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri