fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi lagt fram í dag – Á að tryggja áframhaldandi laxeldi á Vestfjörðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 05:27

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag leggur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, fram frumvarp á Alþingi til breytingar á lögum um fiskeldi. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að laxeldisfyrirtækin Fjarðalax og Arctic Fish geti haldið starfsemi sinni áfram þrátt fyrir að starfsleyfi þeirra hafi verið afturkölluð. Í frumvarpinu kemur fram að sjávarútvegsráðherra geti, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, veitt fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðastarfsleyfi til allt að tíu mánaða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að frumvarpinu sé ætlað að laga til framtíðar, með almennum hætti, annmarka sem er á lögum um fiskeldi. Sá annmarki er að í núverandi lögum er eina úrræði Matvælastofnunar að stöðva starfsemi fiskeldisstöðvar ef rekstrarleyfi hennar er fellt úr gildi. Því hafi stjórnvöld engin úrræði til að koma í veg fyrir óafturkræfa og óþarfa sóun verðmæta og geti ekki gætt meðalhófs, segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðherra.

Með frumvarpinu er fyrirtækjunum tveimur veittur frestur til að fara yfir umhverfismat fyrirtækjanna til að tryggja að umsóknir þeirra um aukið laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum verði samkvæmt lögum og reglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar