fbpx
Fréttir

Atli er einn í heiminum með dóttur sína – Faðirinn lokaði á hann og mamma hans dáin – „Dóttirin heldur honum edrú“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. október 2018 17:21

Skjáskot af viðtali Vísis

Fyrir um tíu árum síðan var greint frá því að góðkunningi lögreglunnar hefði ruðst inn í Lyfju vopnaður exi. Var maðurinn afar ógnandi og rændi rítalíni úr apótekinu. Maðurinn rændi þessa verslun í tvígang en hann heitir Atli Gunnlaugsson. Hann var illa farinn af neyslu og eins og áður segir vel kunnugur undirheimunum. Hann mun opna sig uppá gátt um sitt fyrra líferni og fleira til í Ísland í dag í kvöld.

„Hér á Íslandi sat ég inni fyrir vopnuð rán. Ég rændi Lyfju í Lágmúla tvisvar.“

segir Atli Gunnlaugsson en farið verður yfir sögu hans eins og áðir segir í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Hann er í dag 44 ára og er í dag edrú í fyrsta sinn í langan tíma. Þegar hann er beðinn um að lýsa sínu fyrra líferni og ránunum segir hann:

„Ég var ógnandi með exi og var eingöngu að sækja mér rítalín.

Manstu eftir þessum skiptum?

,,Óljóst, þetta er í gloppum,“ segir Atli sem segir í viðtalinu í kvöld að litla dóttir hans hafi haldið honum edrú. Aðspurður hvaða aðferðum hann beiti til að vera án áfengis segir Atli að ástæða þess að hann sé edrú er dóttir hans Kristbjörg sem er aðeins tveggja ára. Annars sé hann nánast einn í heiminum. Faðir hans er löngu búinn að loka á hann, mamma hans látin. Þá á hann engin systkini og vinirnir flestir látnir eftir neyslu eða enn að neyta fíkniefna. En nú er það hin glaðlynda Kristbjörg sem heldur honum réttum megin við strikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Flensan er komin til landsins

Flensan er komin til landsins
Fyrir 21 klukkutímum

Morðið í miðasölunni


Morðið í miðasölunni