Fréttir

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. október 2018 20:44

Maður frá Pakistan hefur setið í gæsluvarðhaldi síðastliðnar tvær vikur grunaður um að hafa flutt inn tugi manna til Íslands á síðastliðnum tveimur árum, suma á fölsuðum skilríkjum. RÚV greinir frá þessu.

Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins ásamt tveimur samlöndum sínum. Lögregla gerði í kjölfarið húsleit í íbúð mannsins á Snorrabraut þar sem fjöldi manns var handtekinn og hald lagt á vegabréf ásamt fleiru. Þrír sátu í haldi en tveimur hefur verið sleppt.

Lögreglan telur að brot mannsins hafi staðið yfir í tvö ár og er málið umfangsmikið. Maðurinn er einnig grunaður um peningaþvætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af