fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Misjöfn viðbrögð við máli Orra Páls: „Trúum alltaf fórnarlömbum. Nema gerandinn sé 101 vinur okkar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. október 2018 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fregnir um að Orri Páll Dýrason, trommari Sigur Rósar, hafi hætt í hljómsveitinni vegna ásakana um nauðgun hafi komið mörgum á óvart. Um helgina birti DV umfjöllun um ásakanir bandarísku listakonunnar Meegan Boyd á hendur Orra Páli. Hún sakar tónlistarmanninn um að hafa nauðgað sér í Los Angeles árið 2013. Orri hefur eftir það sagt skilið við Sigur Rós en var sú ákvörðun tekin svo málið myndi ekki bitna á félögum hans í sveitinni. Þá hefur hann beðið fólk að draga ekki fjölskyldu hans inn í málið.

Sjá einnig: Orri Páll hættur í Sigur Rós í kjölfar ásakanna um nauðgun: „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð“

Eftir að Orri tilkynnti í gær á Facebook að hann væri hættur í sveitinni fékk hann ótal stuðningskveðjur frá vinum og vandamönnum. Þar hafa tæplega hundrað manns skrifað athugasemdir, þar á meðal fjöldi þjóðþekktra Íslendinga. Langflestar athugasemdir eru einhvers konar kveðjur og honum óskað velgengni eða velfarnaðar. Jakob Frímann Magnússon skrifar til að mynda einfaldlega: „Vinarkveðjur!“ meðan Björgvin Halldórsson segir: „Gangi þér vel vinur“.

Tónlistarmaðurinn Michael Dean Odin Pollock segist, á ensku, hafa samúð og ekki hafa það á tilfinningunni að Orri Páll sé nauðgari. Annar tónlistarmaður, Steinar Fjeldsted úr Quarashi, sendir svipaða kveðju og aðrir: „Gangi þér og ykkur vel“.

Viðbrögð á Twitter eru þó önnur og gagnrýna nokkrir þar að svo virðist sem það skipti máli hver sé sakaður um kynferðisbrot.

Uppistandarinn Bylgja Babýlons skrifar þar:

Aðra færslu, sem hefur vakið talsverða athygli, skrifar Eva Brá Önnudóttir:

Söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Une Misère, Jón Már Ásbjörnsson, skrifaði tvær færslur um málið áður en fjallað var um það í íslenskum fjölmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir
Fréttir
Í gær

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“