fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Það helsta sem þú þarft að vita um braggamálið – Spurt og svarað

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. október 2018 11:53

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Braggamálið, eða Braggablúsinn svokallaði, fer nú hátt í fjölmiðlum. Málið er flókið og því getur verið erfitt fyrir marga að skilja um hvað málið snýst.

Af því tilefni ætlar ritstjórn DV að svara helstu spurningunum um málið hér.

Hvað er bragginn, hvar er hann og hvað átti hann að kosta?

Bragginn er í Nauthólsvík. Hann var byggður í síðari heimsstyrjöld, hann var hluti af hóteli. Hótelið brann. Fyrir nokkrum árum ákvað Reykjavíkurborg að gera hann upp ásamt tveimur öðrum byggingum; fyrirlestrasal og skála. Í bragganum sjálfum er veitingastaður. Háskólinn í Reykjavík mun leigja braggann af Reykjavíkurborg. Samkvæmt kostnaðarmati sem verkfræðistofan Efla vann árið 2015 átti verkefnið að kosta borgarbúa 158 milljónir.

Hvað kostar bragginn?

Bragginn, fyrirlestrasalurinn og skálinn hafa kostað borgarbúa meira en 400 milljónir. Myndir innan úr fyrirlestrasalnum, sem kallaður er náðhúsið, benda til þess að sú bygging sé ekki tilbúin. Í dag vitum við ekki hvað bragginn mun koma til með að kosta. Forseti borgarstjórnar gaf það út 11. október að borgarbúar muni ekki greiða krónu í viðbót í braggann.

Hvers vegna er borgin að borga bragga fyrir Háskólann í Reykjavík?

Fram kom í fréttatilkynningu haustið 2015 að bragginn væri hluti af metnaðarfullri áætlun Háskólans í Reykjavík um að byggja upp nýsköpunargarð að erlendri fyrirmynd. Vinna átti verkið í samráði við stúdenta HR og hafa þar félagsaðstöðu, veitingasölu stúdenta og aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við undirritun samninganna á sínum tíma: „Ástæðan fyr­ir því að borg­in vill leggja þessu lið er að við vilj­um að borg­in sé spenn­andi staður, þar sem verða til nýj­ar hug­mynd­ir og ný fyr­ir­tæki og þetta verk­efni pass­ar mjög vel inn í þá mynd.“

Hvaða reikninga er DV að birta?

DV hefur undir höndum alla reikninga sem Reykjavíkurborg hefur greitt vegna braggaverkefnisins. Þar má sjá með berum augum hvernig verkefnið fór úr því að kosta 158 milljónir í yfir 400 milljónir. Blaðamenn eru að fara yfir þá alla og eru að birta fréttir sem snerta þá.

Hver er Margrét Leifsdóttir?

Margrét Leifsdóttir er verkefnastjóri yfir verkefninu, hún starfar hjá arkitektastofunni Arkibúllunni en starfaði áður hjá Reykjavíkurborg. Margrét kvittaði upp á reikningana fyrir hönd Reykjavíkurborgar og er því nafn hennar á flestum reikningunum sem Reykjavíkurborg greiddi verktökum fyrir vinnu við verkefnið. Hún er ekki aðalhönnuður verksins, hún sinnti eftirliti fyrir hönd borgarinnar og sat vikulega fundi með fulltrúum borgarinnar þar sem kostnaðurinn lá fyrir hverju sinni.

Hver ber ábyrgð á framúrkeyrslunni?

Það er erfitt að fullyrða um ábyrgð einstaklinga á þessum tímapunkti, en ekki liggur fyrir hverjir vissu að kostnaðurinn væri að fara fram úr áætlun og hvenær. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Zenter gerði fyrir Fréttablaðið í vikunni telur þriðjungur svarenda að ábyrgðin sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Rúm­lega fjórð­ungur telur ábyrgð­ina vera meiri­hluta borg­ar­stjórnar og álíka margir telja að emb­ætt­is­menn ættu að axla ábyrgð. Um níu pró­sent telja að hönn­uðir og arki­tektar beri ábyrgð­ina á fram­úr­keyrsl­unni og rúm fimm pró­sent telja hana ann­arra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar