fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Brjálaðist því hann fékk ekki annan gin og tónik

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fjölmiðlar greindu frá þá sætir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi eins stærsta verktakafyrirtækis landsins, ÞG verk, rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar fyrir ofbeldisfulla hegðun í flugi WOW air frá Íslandi til Los Angeles. Samkvæmt heimildum DV var Þorvaldur á leið í tveggja vikna frí til Mexíkó ásamt kærustu sinni en uppákoman varð til þess að þær fyrirætlanir runnu út í sandinn.

Að sögn sjónarvotta missti Þorvaldur stjórn á skapi sínu eftir að áhöfn flugvélarinnar neitaði honum um gin og tónik. Brást hann fyrst við með skömmum en síðan reyndi hann að bíta, sparka og hrækja að flugþjónum vélarinnar. Tókst forstjóranum meðal annars að sparka í andlitið á einum flugþjóninum.

Blessunarlega voru tveir fílefldir flugþjónar í áhöfn flugvélarinnar og tókst þeim að yfirbuga Þorvald eftir nokkra baráttu. Var hann því næst teipaður niður í sæti vélarinnar og gríma sett yfir andlit hans til þess að verja áhöfnina fyrir frekari hrákum. Þorvaldur var síðan handtekinn við komuna til englaborgarinnar.

„Ég bið starfsfólk um borð í þotu WOW og aðra farþega í fluginu innilega afsökunar á framferði mínu. Þá vil ég þakka öllum þeim sem veittu mér liðsinni í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði Þorvaldur í einlægri yfirlýsingu til Fréttablaðsins vegna málsins.

Sagði hann enn fremur að hann hefði áður undirgengist áfengismeðferð og að hann hefði verið án áfengis í tæp tvö ár áður en kom að flugferðinni umræddu. Kvaðst hann ætla að leita sér hjálpar sérfræðinga í kjölfar atviksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar