Háskólanemar geta senn leigt íbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða

Tilraunaverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar - Fá greidd laun fyrir ýmsa þjónustu

Fljótlega verður íbúð fyrir háskólanema auglýst til leigu í þjónustukjarnanum en íbúðirnar hafa hingað til verið ætlaðar öldruðum einstaklingum.
Norðurbrún 1 Fljótlega verður íbúð fyrir háskólanema auglýst til leigu í þjónustukjarnanum en íbúðirnar hafa hingað til verið ætlaðar öldruðum einstaklingum.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Á nýju ári hyggst velferðarsvið Reykjavíkurborgar hrinda af stað tilraunaverkefni sem snýst um að bjóða háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða, annars vegar í Lönguhlíð og hinsvegar í Norðurbrún. Verkefnið var samþykkt á fundi velferðarráðs Reykjavíkur þann 7. desember og síðan lagt fyrir borgarráð þann 19. desember þar sem verkefnið flaug í gegn. „Hugmyndin kemur erlendis frá og reynslan þaðan, til dæmis frá Hollandi, er góð. Við fórum því að kanna hvort grundvöllur væri fyrir slíku verkefni hér heima enda tekur þetta á ýmsum vandamálum sem erfitt er að leysa með öðrum hætti. Við vonumst líka til þess að verkefnið stuðli að jákvæðari viðhorfum ungs fólks varðandi það að vera í samneyti við eldri borgara og starfa með þeim,“ segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Rjúfa einangrun aldraðra

Óumdeilt er að einmanaleiki og félagsleg einangrun aldraðra hefur áhrif á lífsgæði þeirra og jafnvel lífslíkur. Því gæti búseta ungs fólks gætt þjónustukjarna aldraðra lífi og orðið kærkomin tenging íbúa við samfélagið. „Að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara og þar með lífsgæði þeirra er ein af þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Félagslegt samneyti við annað fólk er eitt af þeim mikilvægu atriðum og með hækkandi aldri og verri heilsu eykst hættan á því að einangrast. Nýjar rannsóknir sýna að einmanaleiki og félagsleg einangrun aldraðra hafa áhrif á bæði lífsgæði og lífslíkur þeirra. Því er mikilvægt að auka félagslega virkni og gera öldruðum kleift að taka þátt í samfélaginu þrátt fyrir heilsubrest og aukna þörf á umönnun,“ segir Berglind.

Nánar er fjallað um málið í helgarblaði DV

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.