Fréttir

Danmörk – Morðinginn notaði farsíma fórnarlambsins til að mynda dauðastríðið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 08:00

Að kvöldi 24. maí á síðasta ári fór 70 ára bókhaldari til starfa á skrifstofu sinni á Aldersrogade, sem er á milli Austurbrúar og Norðurbrúar, í Kaupmannahöfn. Þar leigði hann skrifstofuaðstöðu ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum. Síðar um kvöldið kom eiginkona hans á staðinn en þá mætti henni óhugnanleg sjón. Eiginmaður hennar lá látinn á gólfinu en hann hafði verið stunginn margoft með hníf.

Þetta kemur fram í ákæruskjali málsins en það verður tekið fyrir af undirrétti í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Fram kemur að lögreglan hafi handtekið 31 árs gamlan mann tveimur vikum eftir morðið en sá er grunaður um morðið. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hann neitar sök. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stinga fórnarlambið minnst 54 sinnum.

Við rannsókn málsins fann lögreglan farsíma fórnarlambsins og er óhætt að segja að innihald símans hafi vakið mikinn óhug. Morðinginn hafði tekið dauðastríð mannsins upp og sagt honum að næst ætlaði hann að fara heim til fjölskyldu hans og vinna henni mein.

„Nú fer ég til fjölskyldu þinnar. Það er svo . . . . Er eitthvað sem þú vilt segja þeim? Segðu nú eitthvað. Ég er búinn að hringja. Gerðu það, gerðu það, gerðu það.“

Heyrist morðinginn segja á ensku á upptökunni. Því næst stakk hann fórnarlambið minnst fjórum sinnum til viðbótar í hálsinn eftir því sem segir í ákærunni.

Jótlandspósturinn hefur eftir Søren Harbo, saksóknara í málinu, að hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt. Hann sagði að upptakan hefði fundist seint í rannsóknarferlinu en vildi ekki skýra frá hvernig hún hefði fundist. Hann vildi heldur ekki skýra frá kenningu lögreglunnar um ástæðu morðsins fyrr en málið verður tekið fyrir hjá dómstólnum í næsta mánuði.

Saksóknarinn krefst þess að ákærði, 31 árs Kamerúni, verði dæmdur til fangelsisvistar og vísað úr landi fyrir lífstíð að afplánun lokinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Fréttir
Í gær

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu
Fréttir
Í gær

Veiparar Íslands

Veiparar Íslands
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli