fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Áslaug Arna gagnrýnir Morgunblaðið – „Að vísa í gamla tíma réttlætir ekki ofbeldi eða kvenfyrirlitningu“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. september 2018 06:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Morgunblaðið fyrir skrif þess í gær þar sem ósæmileg hegðun og ruddaskapur er réttlættur með þeim rökum að eitt sinn hafi slík hegðun ekki þótt mikið tiltökumál.

Morgunblaðið endurbirti í gær pistil Halldórs Jónssonar, Sjálfstæðismanns, af vefsíðu hans þar sem hann skrifaði meðal annars eftirfarandi:

„Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmók bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik.“

Það er þessi pistill Halldórs og birting Staksteina á honum sem Áslaug Arna gagnrýnir í pistli í Morgunblaðinu í dag og segir að henni þyki slæmt að hafa séð þessum orðum hampað á síðum Morgunblaðsins.

„Öðru hverju rekst maður á fólk sem hefur svo gamaldags viðhorf til samskipta kynjanna að maður trúir varla að því sé alvara. Það sem kemur kannski enn meira á óvart er að einhver sjái tilefni til að gera slíkum viðhorfum hátt undir höfði. Sumir reyna að réttlæta ýmiss konar ósæmilega hegðun og ruddaskap með þeim rökum að þetta hafi nú ekki þótt mikið mál hérna einu sinni. Því miður snúast slíkar réttlætingar oftast um forneskjulegt viðhorf til kvenna. Í fyrradag las ég stuttan pistil þar sem slík viðhorf voru höfð í flimtingum. Mér þótti verra að sjá að þessum orðum var hampað á síðum Morgunblaðsins.“

Segir Áslaug og bætir við:

„Höfundur pistilsins hugsar til baka til þeirra tíma þegar það þótt sjálfsögð hegðun að „tendra sig upp á brennivíni og Camel-smók“ og bjóða stelpunum upp og reyna „allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik“. Gefið er í skyn að svona hafi þetta bara verið og þar með eðlilegt. Veltum því í alvörunni fyrir okkur að jafnvel þó að þessi hegðun hafi verið algeng á árum áður, var hún þá eðlileg? Að vísa í gamla tíma með rökum um að svona hafi þetta verið réttlætir ekki ofbeldi eða kvenfyrirlitningu. Það minnir aðeins á þá staðreynd að á þeim tíma stigu brotaþolar ekki fram og sögðu ekki frá brotum eða ósæmilegri hegðun í sinn garð. Hegðun sem er ekki í lagi í dag var heldur ekki í lagi þá. Það hefur ekkert með pólitískan rétttrúnað að gera, heldur almenna virðingu fyrir fólki. Að standa gegn kynferðisbrotum hefur heldur ekkert að gera með pólitískan rétttrúnað. Ég kæri mig lítið um að menn blandi dólgslegri hegðun í garð kvenna inn í umræðu um pólitískan rétttrúnað og saki þá sem ekki hlæja að gömlum groddarasögunum um að hafa tapað sér í rétttrúnaði.“

Segir Áslaug og víkur síðan penna að pistli sem hún skrifaði í Morgunblaðið í fyrra um #metoo-byltinguna:

„Í kjölfar #metoo-byltingarinnar skrifaði ég pistil í þennan sama dálk í fyrra þar sem ég sagði að stærsti árangur þeirrar umræðu sem nú hefði skapast væri að þeir sem tileinkuðu sér ekki virðingu í samskiptum mundu að lokum dæma sjálfa sig úr leik. Það er óþarfi fyrir Morgunblaðið að skipta þeim aftur inn á. Einhverjum kann að finnast nóg komið af umræðu um #metoo, en það er ljóst að sú bylting er komin til að vera – og sem betur fer. Mögulega hefur gleymst að spyrja ömmur okkar hvernig þær upplifðu þá tíma þegar strákunum fannst eðlilegt að skvetta í sig brennivíni og reyna allt til að komast í sleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir leita tveggja manna

Björgunarsveitir leita tveggja manna
Fréttir
Í gær

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“
Fréttir
Í gær

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“
Fréttir
Í gær

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri