fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

JóiPé og Króli fengu 10 mínútur til að semja nýtt lag og flytja það – Þetta er útkoman – Sjáðu myndbandið

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 28. júní 2018 12:12

Jói Pé og Króli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er hægt að semja lag frá grunni á tíu mínútum?“ Jói Pé, Króli og Þormóður Eiríksson fengu það krefjandi verkefni í þættinum Í takt við tímann sem frumsýndur er í dag á vef DV. Í þáttunum fá tónlistarmenn 10 mínútur til þess að semja lag frá grunni. Í myndskeiði hér neðst í fréttinni má sjá útkomuna hjá þessum efnilegu og frábæru tónlistarmönnum.

JóiPé og Króli skutust upp á stjörnuhimininn seint á síðasta ári með sinni fyrstu plötu Gerviglingur og hafa þeir notið mikillar velgengni síðan.

Á aðeins nokkrum mánuðum hefur tónlist þeirra verið streymt yfir 12 milljón sinnum á Spotify sem er einsdæmi á Íslandi. Drengirnir gáfu svo út nýja 18 laga plötu nú í apríl sl. sem ber heitið Afsakið Hlé. Þar kveður aðeins við annan tón , en platan þykir persónulegri en sú sem þeir hafa áður sent frá sér. Piltarnir hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin og voru valdir tónlistarflytjendur ársins 2017.

Þáttastjórnandi þáttanna er pródúserinn og raftónlistarmaðurinn Guðni Einarsson. Guðni hefur verið viðloðinn íslensku raftónlistarsenuna um langt skeið. Þá hefur hann gefið frá sér fjölda platna, endurhljóðblandanna, nú síðast endurhljóðblöndun af laginu Featherlight á plötunni Lies are more flexible en var það gert í samstarfi við GusGus.

Í Takt við tímann eru nýstárlegir þættir og hefur þetta form ekki verið reynt áður í íslenskri dagskrárgerð. Myndskeiðið er um tíu mínútur sem sýnir að mestu þegar piltarnir takast á við að semja lagið en lagið sjálft hefst eftir sjö og hálfa mínútu. Góða skemmtun!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar