Daginn eftir eldaði hann hundinn og bauð síðan nágrönnum sínum í mat, þar á meðal fjölskyldunni sem átti hundinn. Ekki er óalgengt að hundar séu borðaði í Suður-Kóreu en almennt séð er sá siður þó á undahaldi þar sem stöðugt fleiri, og þá sérstaklega yngri kynslóðin, lítur á hunda sem gæludýr en ekki sem sláturdýr.
En það komst upp um níðingsverk mannsins þegar eigendur hundsins byrjuðu að lýsa eftir honum í heimaborg sinni Pyeongtaek. Þau hétu fundarlaunum en ekkert gekk að finna hundinn.
Fjölskyldan ræddi við manninn, sem drap hundinn, og lýsti hann samúð með fjölskyldunni og lofaði að hafa augun hjá sér. Þegar þau ræddu við mannin lá hundurinn dauður í hlöðu hans.
Daginn eftir eldaði maðurinn hundinn og bauð nágrönnum sínum í mat. Eigendur hundsins afþökkuðu boðið því þau borða ekki hunda. En lögreglunni barst ábending frá öðrum nágranna mannsins um að hann hefði drepið hundinn. Lögreglan gerði húsleit hjá honum og fann nægar sannanir til að hægt verði að ákæra manninn fyrir dýraníð. Hann játaði síðan að hafa drepið hundinn.