fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
FréttirPressan

Drap hund nágrannans – Eldaði hann og bauð nágrannanum í kvöldmat

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. apríl 2018 22:00

Pit bull terrier.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

62 ára Suður-Kóreumaður þoldi ekki hund nágranna síns sem gelti öllum stundum eftir því sem maðurinn segir. Dag einn var manninum nóg boðið. Hann náði sér í stein og grýtti í hundinn. Steinninn lenti í höfði hundsins sem missti meðvitund að sögn mannsins. Maðurinn kyrkti þá hundinn og fór síðan og faldi hundinn.

Daginn eftir eldaði hann hundinn og bauð síðan nágrönnum sínum í mat, þar á meðal fjölskyldunni sem átti hundinn. Ekki er óalgengt að hundar séu borðaði í Suður-Kóreu en almennt séð er sá siður þó á undahaldi þar sem stöðugt fleiri, og þá sérstaklega yngri kynslóðin, lítur á hunda sem gæludýr en ekki sem sláturdýr.

En það komst upp um níðingsverk mannsins þegar eigendur hundsins byrjuðu að lýsa eftir honum í heimaborg sinni Pyeongtaek. Þau hétu fundarlaunum en ekkert gekk að finna hundinn.

Fjölskyldan ræddi við manninn, sem drap hundinn, og lýsti hann samúð með fjölskyldunni og lofaði að hafa augun hjá sér. Þegar þau ræddu við mannin lá hundurinn dauður í hlöðu hans.

Daginn eftir eldaði maðurinn hundinn og bauð nágrönnum sínum í mat. Eigendur hundsins afþökkuðu boðið því þau borða ekki hunda. En lögreglunni barst ábending frá öðrum nágranna mannsins um að hann hefði drepið hundinn. Lögreglan gerði húsleit hjá honum og fann nægar sannanir til að hægt verði að ákæra manninn fyrir dýraníð. Hann játaði síðan að hafa drepið hundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Í gær

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Í gær

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann