fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Útgáfuteiti í Norræna húsinu: Höfundur bókar um heiðursmorð er á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. maí 2018 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski rithöfundurinn Lene Wold, höfundur bókarinnar Heiðra skal ég dætur mínar, er komin til Íslands en útgáfuhóf vegna íslenskrar útgáfu bókarinnar verður haldið í Norræna húsinu á fimmtudag frá kl. 17 til 19. Höfundur hefur rannsakað heiðursmorð og rætt við fólk sem hefur komið við sögu í þessum hryllilegu glæpum.

Lene Wold hefur varið miklum tíma í Jórdaníu undanfarin þrjú ár með föður sem drap móður sína og aðra af tveimur dætrum sínum til að endurheimta heiður fjölskyldunnar.

Wold hefur rætt við dótturina, sem lifði af tilræðið og sat í fangelsi í mörg ár á eftir til að hljóta vernd fyrir eigin fjölskyldu. Höfundurinn hefur heimsótt fangelsi og moskur, lesið blaðagreinar og dómsskjöl, og heimsótt ímana, þorpsleiðtoga og morðingja.

Með hjálp óvenjulegra heimilda lýsir hún hlið á heiðursmorðum sem hingað til hefur verið óþekkt. Við fáum söguna frá sjónarmiði gerandans og Wold sýnir fram á að heiðursmorð snúast ekki um íslam, heldur um hefðir og löggjöf sem er hægt að takast á við og breyta.

Bókin er væntanleg í íslenskri þýðingu og kemur höfundurinn hingað til lands þann 10. maí vegna útgáfunnar. Bókin ber heitið „Heiðra skal ég dætur mínar“ í íslenski þýðingunni. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“

Sema Erla var vistuð á Stuðlum – „Þetta voru stormasöm ár, ég var ekki stilltur unglingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi

Hanna Katrín lýsir leiðinlegri upplifun fjölskyldu úr Grafarvogi á Snæfellsnesi