fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Gervikannabis sem inniheldur rottueitur veldur usla í Bandaríkjunum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 150 manns hafa verið fluttir á sjúkrahús í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að hafa reykt efni sem líkja á eftir áhrifum kannabisefna. Ung kona lést í Illinois á dögunum eftir neyslu á efninu sem er einskonar gervikannabis (e. synthetic cannabinoids).

Konan, sem var rúmlega þrítug, er fjórða konan í Illinois sem lætur lífið af völdum efnisins á síðustu mánuðum. Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs hafa rannsakað efnið og í mörgum tilfellum eru veikindin rakin til rottueiturs sem finna má í því.

Rottueitrið sem um ræðir, brodifacoum, er baneitrað og veldur það meðal annars innvortis blæðingum og blæðingum úr nefi og munni svo dæmi séu tekin. Dæmi eru um að fólk hósti upp blóði eða að blóð finnist í þvagi í miklu magni, að því er Chicago Tribune greinir frá.

Hægt er að berjast gegn áhrifum efnisins með inntöku k-vítamíns sem hjálpar til við storknum blóðs. Þessi aðferð er þó aðeins gagnleg áður en vart verður við miklar blæðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“