Hæðst er að Frelsisflokkurinn víða á netheimum í dag. Líkt og DV greindi frá í gær hélt framboðið kosningafund fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur þar sem gefa átti Degi B. Eggertssyni borgarstjóra gjafir honum til háðungar. Þar á meðal spegil þar sem Dagur átti að nota til að „horfast í augu við svikin kosningaloforð“ og drullusokk til að gera við holræsakerfi borgarinnar.
Eitthvað virðist háðið hafa snúist í höndunum á liðsmönnum Frelsisflokksins þar sem háðið í netheimum virðist einungis beinast að þeim sjálfum þar sem gert er grín að klæðaburði formannsins, gjöfunum til borgarstjóra og kosningaloforðum flokksins.
Hrafn Jónsson birtir skjáskot af frétt RÚV á Facebook og segir:
Meðal þeirra sem tjá sig eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri sem spyr:
„Hvað er RÚV að hugsa að veita þessu athygli?“
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hæddist mjög að Frelsisflokknum á Facebook:
Haukur Viðar Alfreðsson birtir svo mynd á Twitter af forsvarsmönnum Frelsisflokksins með drullusokkinn og segir:
„Þrír eins, en aðeins einn þeirra gerir gagn.“