fbpx
Fréttir

Sátu fyrir með kátum Sindra í Amsterdam – Ólafur Helgi neitar að svara

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. apríl 2018 00:03

Sindri Þór Stefánsson var handtekinn í Amsterdam í Hollandi í dag. Flótti hans af Sogni hefur vakið heimsathygli en Sindri ferðaðist með sömu flugvél og forsætisráðherra til Svíþjóðar. Óhætt er að fullyrða að enginn flótti hafi vakið aðra ein athygli og þá er Sindri dáður af stórum hluta þjóðarinnar. Með Sindra á myndinni er Hafþór Logi Hlynsson. Hafþór á langan brotaferil að baki líkt og Sindri.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum hefur ekki viljað staðfesta hvort Sindri hafi gefið sig fram við hollensk yfirvöld. Það sem ýtir undir þá kenningu er að Sindri sat fyrir á mynd með tveimur Íslendingum í Amsterdam og var sú mynd birt á Snapchap. RÚV greinir frá þessu en á myndinni má sjá Sindra með tveimur Íslendingum og er myndin merkt með myllumerkinu Teamsindri. Hafþór tjáir sig við Vísi um myndina og segir að myndin hafi ekki verið tekin í dag.

Sindri Þór Stefánsson var eftirlýstur um alla Evrópu í kjölfar þess að hann flúði úr fangelsinu á Sogni. Hann segir að honum hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga. Hann hefur sagt ætla að sanna þetta.

Í yfirlýsingu Sindra sem birt var í Fréttablaðinu sagði Sindri að hann hefði tekið ranga ákvörðun þegar hann ákvað að flýja en nú sé unnið að því að semja við lögregluna um að hann komi heim aftur án þess að vera handtekinn erlendis. Hann þurfi ekki að snúa heim því hann geti verið á flótta erlendis eins lengi og hann vilji, að hann sé kominn í samband við fólk sem aðstoðar hann en hann ætli að takast á við málið hér á landi og komi því heim fljótlega.

Eins og kemur fram hér að ofan vildi Ólafur Helgi ekki svara hvort Sindri hefði gefið sig fram. Hér má lesa umfjöllun RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“

Veiktust báðar – „Ég var alltaf veik, hárið á mér var að hrynja af mér“
Fréttir
Í gær

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“
Fréttir
Í gær

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd

Svarthöfði: Rimma mín við mannanafnanefnd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum

Ekki hægt að auka kaupmátt launþega í næstu kjarasamningum