fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Rifja upp eftirminnilegan hrekk Sindra strokufanga – „Það varð uppi fótur og fit næsta morgun“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 12:24

Sindri á leið úr landi með handfarangur og spjaldtölvu undir hendinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það rifjaðist upp um helgina að Sindri er frá Króknum. Þar gerði hann einn þekktasta hrekk í manna minnum“. Þetta segir bókaútgefandi frá sama svæði sem rifjar upp á Facebook gamla sögu af strokufanganum Sindra Þór Stefánssyni.

„Venjan á Króknum var að fólk læsti hvorki húsum né bílum, yfirleitt voru lyklarnir í flestum bílum heima við hjá fólki. Sindri gekk á röðina eina nóttina, tók lyklana úr á annan tug bíla og faldi. Það varð uppi fótur og fit næsta morgun. Stundum hefur verið haft á orði að Sindri hafi kennt Króksurum að læsa.“

Aðeins 18 ára gamall var Sindri Þór bókaður í 200 mál hjá lögreglunni. Að sögn útgefandans „þvældist hann um í kerfinu, var settur á fósturheimili, komið fyrir hjá vandalausum, settur á lyf og í sálfræðimeðferð, en það hafði lítil áhrif á hans impúlsívu hegðun. Ég held að hann hafi verið 9 ára þegar hann stal af mér nákomnum. Það hefur margt gengið á hjá Sindra.“

Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur tekur þátt í umræðunum og segir að þarna séu góðu samfélagi lýst, að enginn þurfi að læsa bíl, að „þarna birtist mynd af þessum manni, glaðhlakkalegum á götu í Amsterdam í hópi með dópsölum, hafinn yfir lög og rétt á grundvelli mannréttinda sinna, því nú eru afbrotamenn betur varðir af fordæmum Hæstaréttar Íslands en margir þeir sem höllustum fæti standa. Og kannski er vitað að hópurinn í Amsterdam rekur „skipulagða glæpastarfsemi“ sem var óþekkt á Íslandi til skamms tíma en skapar mikinn auð og mikla hættu. Ekki gott.“

Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur segir í þræðinum að Sindri hafa alla burði til þess að vera mikil og elskuð hetja og goðsagnapersóna í heimalandi sínu. Ef hann er ekki kvæntur maður nú þegar mun hann fá urmul tilboða og bónorða í fangelsinu næstu mánuði og ár.“

Bókaútgefandinn bætir þá við og svarar Silju: „Kvæntur og faðir barna. Þetta er nefnilega tragedía þrátt fyrir allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum