fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Eru ofurbónusar hvatning eða helstefna?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupaukar hjá starfsmönnum fjármálafyrirtækja hér á landi hafa lengi verið þyrnir í augum almennings, sérstaklega hefur viðhorf til þeirra verið neikvætt eftir hrun. Samtök sparifjáreigenda heldur núna fundarröð undir yfirskriftinni Aldrei aftur í tilefni að tíu ár eru liðin frá bankahruninu.

Annar fundurinn í röðinni verður haldinn næstkomandi þriðjudag í fundarsal Öskju (stofu 132) í Háskóla Íslands, og hefst kl. 12 á hádegi.

Frummælendur eru Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra og Katrín Ólafsdóttir lektor í vinnumarkaðshagfræði. Vilhjálmur Bjarnason stýrir fundinum.

Í fundarröðinni er meðal annars til umræðu skýrsla sem Talnakönnun hefur unnið fyrir Samtök sparifjáreigenda um kaupaauka. Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda, segir um skýrsluna:

„Um réttmæti kaupauka og kaupaukakerfa hafa verið skrifaðar lærðar greinar og fjöldi rannsókna verið gerður á hvort og hverju þau breyta í rekstri fyrirtækja. Á Íslandi hefur tiltölulega lítið verið fjallað um kosti og galla kaupaukakerfa. Þessi rannsókn Sam­tak­a sparifjáreigenda er viðleitni til að fjalla um þá á hlutlægan hátt.“

Skýrsluna má lesa hér

Úrdrátt úr ræðu Bolla frá fyrsta fundi raðarinnar má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“