fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Andri var hársbreidd frá því að lenda undir strætó: „Ég þurfti að stökkva frá til að lenda ekki undir afturhjólunum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fullyrði að eldri manneskja í sömu sporum hefði líklega orðið undir vagninum,“ segir Andri Valur Ívarsson lögmaður en hann kveðst hafa verið nálægt því að lenda undir strætisvagni í gærmorgun vegna glæfraaksturs bílstjóra. Hann telur að illa hefði farið ef ekki hefði verið fyrir hans eigin snarræði.

Andri Valur tilkynnti Strætó BS um atvikið í opinni færslu á Twitter:

„Góðan dag Strætó BS. Það tilkynnist hér með að vagnstjóri vagns nr. 17 reyndi að keyra yfir mig núna kl. 8.41 á Rauðarárstíg við hlið lögreglustöðvarinnar, þar sem ég gekk eftir gangstéttinni. Mér er ekki kunnugt um hvort þetta var viljandi eða óvart.“

Í samtali við DV.is segir Andri Valur að honum þyki ólíkt að vagnstjórinn hafi ekki vitað af honum.

„Ég var að að ganga  fyrir framan innkeyrsluna á bílastæði LRH af Rauðarárstíg þegar vagn 17 kemur akandi og er augljóslega að stöðva hjá biðskýlinu þarna. Vagninn tekur stefnuna á mig þannig að hægri framhliðin fer rétt framhjá mér. Hann réttir vagninn svo seint af að ég þurfti að stökkva frá til að lenda ekki undir afturhjólunum hægra megin,“ segir hann og bætir við að hann lamið með flötum lófanum í rúðuna til að láta vagnstjórann vita af sér.

Strætó BS svarar tilkynningu Andra á Twitter og biðst afsökunar á atvikinu. „Við skulum láta ræða við vagnstjórann og munum einnig kanna hraða bílsins á þessum stað. Biðjum þig forláts á þessu leiðinlega atviki.“

Í samtali við DV kveðst Andri þó vona að hann muni fá skýrari svör varðandi atvikið. Í svari sínu á Twitter kveðst hann  vonast til að málið verði kannað frekar af Strætó BS:

„Þið mættuð endilega kanna þetta og athuga hvað veldur. Þið mættuð einnig gæta að því að bílstjórarnir þurfi ekki að treysta á að fólk eigi fótum sínum fjör að launa svo vagnarnir nái að halda áætlun.“

Þá segir Andri í samtali við DV.is: „Þetta var glæfraakstur sem hefði getað endað illa ef ég hefði ekki verið með á nótunum. Eins ef þetta hefði verið einstaklingur sem á ekki auðvelt með að stökkva frá strætó þegar stefnir í að viðkomandi verði undir afturhjólunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv