fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bílprófslaus sendill frá Domino’s rekinn eftir árekstur: „Hvernig á ég að borga ef ég er ekki með vinnu?“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendill var rekinn frá pítsastaðnum Domino’s eftir að hafa starfað á stað í Spönginni í tvær vikur. Ástæða brottrekstrarins var sú að hann olli tjóni á bílaleigubíl sem staðurinn var með á leigu á háannatíma á föstudagskvöldi. Sendillinn er ekki með bílpróf og kann að eigin sögn ekki að keyra beinskiptan bíl.

Teikning DV af sendlinum að æfa sig að keyra beinskiptan bíl inni á klósetti.

Sendillinn fyrrverandi, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við pítsurisann. Eftir að hann lét af störfum þá segist hann hafa verið boðaður á fund með stjórnendum Domino’s sem hafi rukkað hann um tjónið á bílnum, tjón sem nemur allt að hálfri milljón króna. Hann er ekki sáttur við það. „Það var ekki ég sem bað um vinnu sem sendill, ég sótti bara um og átti von á að fara að vinna við að baka. Ég var aldrei spurður um ökuskírteini eða hvort ég kynni að keyra. Ég fór inn á klósett til að læra hvernig á að keyra beinskiptan bíl, svo fékk ég líka hjálp frá hinum sendlunum,“ segir sendillinn fyrrverandi í samtali við DV.

„Eftir að ég var rekinn þá hitti ég mannauðsstjórann sem sagði að ég ætti að borga allt tjónið. Ég var boðaður á annan fund sem ég mætti ekki á, þá fékk ég skilaboð sem minntu á eitthvað frá handrukkara. Sagt að ég hefði svikið þá um fund og ég þyrfti að borga 400 til 500 þúsund. Hvernig á ég að borga ef ég er ekki með vinnu?“

Tölvupósturinn sem Snorri sendi á sendilinn fyrrverandi.

Hann segir að hann hafi verið ráðinn af vaktstjóra staðarins í Spönginni en ekki stjórnendum fyrirtækisins. Hann segir jafnframt að hann viti um aðra sendla hjá fyrirtækinu sem séu ekki með bílpróf og í þokkabót sé algengt að sendlar séu undir áhrifum kannabisefna undir stýri, eða „bólufreðnir úti að keyra“ eins og hann orðar það. Hann sjálfur segist þó ekki hafa verið undir áhrifum þegar hann olli tjóninu.

Snorri Jónsson, mannauðsstjóri Domino’s, sagðist ekki kannast við málið þegar DV leitaði eftir viðbrögðum. Aðspurður hvort sendlar bæru ábyrgð ef þeir yllu tjóni á bílum fyrirtækisins þegar þeir væru að keyra út pítsur sagði hann: „No comment á það“. DV hefur hins vegar undir höndum samskipti Snorra við sendilinn fyrrverandi. Í tölvupósti með yfirskriftinni Bílatjón sem sendur var á sendilinn fyrrverandi fyrr sama dag sagði Snorri að það væri ekki annað í stöðunni en að senda tjónið í löginnheimtu. „Þar með er það úr okkar höndum. Þú vonandi áttar þig á því hvað gerist í því ferli ef greiðslur falla niður,“ segir í póstinum frá Snorra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar