fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Snapchat-stjarnan Gæi neitar að tjá sig um fjárdrátt konunnar: „Ókídókí bæjó“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Viðarsson, betur þekktur sem Gæi á Snapchat, neitar alfarið að tjá sig um fjárdrátt, skilasvik og brot gegn bókhaldslögum sem maki hans, Anna Björk Erlingsdóttir, framdi sem framkvæmdastjóri einkahlutafélags sem ber gælunafn hans, Gæi ehf. Garðar var ekki ákærður vegna málsins.

Anna Björk var á dögunum dæmd fyrir að draga sér alls tæplega 60 milljónir króna úr fyrirtækinu. Gæi er einn vinsælasti snappari landsins, þar sem hann kallar sig Iceredneck, en yfir tíu þúsund manns fylgjast með honum dag hvern.

Brot Önnu Bjarkar hófust árið 2007 og stóðu til ársins 2014. Dómur hennar er langur og af færslum að dæma var hún tíður gestur á KFC og skemmtistaðnum Paddy´s.

Í ákæru kemur fram að Anna á þrjú börn og er þunguð af fjórða barni sínu. Segir í niðurstöðu dómsins að í ljósi hvað um mörg brot eru að ræða yfir langt tímabil sé ekki mögulegt að skilorðsbinda refsingu Önnur að öllu leyti. Anna Björk viðurkenndi sök fúslega fyrir dómi og var dæmd í 16 mánaða fangelsi en þar af voru 14 mánuðir skilorðsbundnir haldi hún skilorð.

Ókídókí bæjó

Garðar er afskaplega vinsæll á snapchat og svokölluð snapchat-stjarna. Notendanafn hans er Iceredneck. Garðar útskýrði þá nafngift í samtali við Séð og heyrt.

„Það er klárlega redneck í mér en aðalástæðan fyrir því að ég set þetta nafn upp er að ég á fjölskyldu úti í Ameríku og þekki marga þar. Ég er með svolítið marga ættingja í Ameríku sem eru að fylgjast með mér á Snapchat og ákvað þetta nafn því ég er að sjálfsögðu Íslendingurinn og kallaður „Iceman“ í Ameríku og bjó því til þetta nafn.“

Það eina sem Gæi sagði þegar DV leitaði viðbragða vegna dómsins var: „No komment. Ókídókí bæjó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar