fbpx
Fréttir

10 ára stúlka hættir í skóla – Ætlar að einbeita sér að því að verða fullkomin húsmóðir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 08:00

Shannon er 10 ára og á heima í Bretlandi. Hún hefur nú ákveðið að hætta í skóla til að geta einbeitt sér að því að læra að sinna heimilinu, undirbúa sig undir að verða eiginkona og húsmóðir. Móðir hennar er stolt af dóttur sinni og styður hana heilshugar í þessu.

Mæðgurnar tilheyra þjóðarbroti Rómafólks í Bretlandi en meðal þessa hóps er mikil áhersla lögð á að mikilvægasta verk kvenna sér að sjá um heimilið og því er byrjað að kenna stúlkunum ýmislegt er að því snýr þegar þær eru ungar að árum.

Í nýrri heimildarmynd, Gypsi Kids: Our Secret World, sem Channel 5 í Bretlandi sýnir er meðal annars fylgst með Shannon og leið hennar til að verða hin fullkomna húsmóðir.

„Ég get ekki beðið eftir að hætta í skólanum því þá fæ ég miklu meira frelsi, enginn heimalærdómur og engir sem stríða.“

Segir Shannon meðal annars í myndinni.

Það virðist eflaust undarlegt að tíu ára stúlka ætli að einbeita sér að því að læra hvernig á að annast heimili og fjölskyldu en í hennar huga er mjög eðlilegt.

„Amma mín hætti í skóla þegar hún var 10 ára. Mamma mín hætti í skóla þegar hún var 10 ára. Ég geri það líka. Þetta er hefð í fjölskyldunni. Ég hlakka mjög til að feta í fótspor þeirra.“

Segir hún í myndinni.

Móðir hennar, Caroline, er ánægð með þessa ákvörðun og er þegar byrjuð að þjálfa Shannon í að matargerð og þrifum þannig að hún verði góð húsmóðir.

„Það myndi gleðja mig mikið ef Shannon giftist og ræður við hlutina eins og ég gerði þegar ég giftist. Sem konu finnst mér gott að geta séð um heimilið og verið stolt af því. Það er ekki af því að við eigum, það er af því að við viljum það gjarnan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?