fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ráðstefna um hatursorðræðu í íslensku samfélagi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi á morgun, föstudaginn 22. september, milli kl. 9 og 12 í Hörpu. Um er að ræða fyrstu ráðstefnu af þessari stærðargráðu um þetta mikilvæga viðfangsefni samfélagsins.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Þar segir enn fremur:

„Hatursorðræða og annars konar áróður á sér stað í öllum samfélögum í mismiklum mæli og af mismiklu kappi. Um er að ræða samfélagsmein sem getur haft alvarlegar afleiðingar ef það er látið óáreitt, jafnt á einstaklinga sem og samfélagið í heild sinni. Hatursorðræða getur ýtt undir þess konar ástand í samfélögum að ákveðnir hópar fólks eru lítilsvirtir og mismunun þeirra almennt viðurkennd.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun flytja opnunarerindi ráðstefnunnar. Að því loknu verður m.a. farið yfir hvað hatursorðræða er, m.a. í skilningi laganna, hérlendis sem og erlendis, auk þess sem farið verður yfir hvað íslensk yfirvöld eru að gera til þess að sporna gegn hatursorðræðu. Sigrid Dahl, ráðgjafi hjá barna-, ungmenna- og fjölskyldusviði norska barna- og jafnréttisráðuneytisins, mun kynna aðgerðaráætlun norskra stjórnvalda gegn hatursorðræðu, sem við getum örugglega lært mikið af.

Í pallborðsumræðum á ráðstefnunni verða mismunandi birtingarmyndir fordóma og haturs í íslensku samfélagi ræddar en á meðal þeirra sem taka þátt í pallborðsumræðunum er Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvíkur. Hann þekkir af eigin reynslu kynþáttahatrið sem finna má í knattspyrnunni og mun deila þeirri reynslu með ráðstefnugestum og ræða mögulegar lausnir ásamt fleiri þolendum hatursorðræðu.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá hennar má finna á vef Æskulýðsvettvangsins þar sem einnig er hægt að skrá sig, sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar