fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Kristín: Dómsmálaráðherra gerði sig seka um tvískinnung

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. september 2017 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tvískinnungur dómsmálaráðherra í málinu er sá að fylgja lagabókstafnum þegar kemur að uppreist æru en sveigja frá honum þegar hún greindi Bjarna frá upplýsingum, sem áttu að sæta trúnaði samkvæmt lögum. Ráðherra á ekki að komast upp með að skýla sér bakvið lög – bara þegar hentar,“ skrifar Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag.

Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Þar fer Kristín yfir stjórnarslitin og veltir því fyrir sér hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni standa af sér þetta mál eins og hann hefur komist í gegnum mörg önnur vandræðaleg mál síðustu misseri:

„Skiptir þá ekki máli hvort það hafa verið viðskiptatengsl hans frá því fyrir hrun, Vafningsmálið svokallaða, Ashley Madison lekinn, Panamaskjölin eða tímasetningin á birtingu skýrslu um aflandseignir Íslendinga, svo eitthvað sé nefnt.“

Kristín segir að Bjarni hafi nokkuð til síns máls þegar hann kallar eftir meiri stjórnfestu hér á landi og hún efast um að trúnaðarbresturinn sem kom upp í vikunni hafi verið nægilegt tilefni til stjórnarslita.
Greinina má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd