fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan í eltingarleik við réttindalausan mann inn í Sandgerði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af allmörgum ökumönnum í vikunni sem höfðu gerst brotlegir með einum eða öðrum hætti. Einn þeirra, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn.

Annar, sem ók á rangri akrein á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, var handtekinn grunaður um ölvun. Þriðji ökumaðurinn sem handtekinn var, sviptur og grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, var ekki í neinu ástandi til skýrslutöku þegar á lögreglustöð var komið.

Þá voru nær tuttugu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Þar af var einn, erlendur ferðamaður sem ók á 92 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Hann var jafnframt staðinn að því að aka hægra megin fram hjá öðrum ökutækjum á kafla þar sem slíkur framúrakstur er bannaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar