fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skiptar skoðanir um „stóra Hjörleifsmálið“: „Taumlaus frekja“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fólks hefur brugðist illa við þeim fréttum að Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi, hafi barist fyrir því að málað yrði yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu. Líkt og DV greindi frá í gær tók sjómenn illa í þetta og taldi einn þeirra að Hjörleifur ætti að skammast sín. Nokkrir hafa þó komið Hjörleifi til varnar, jafnvel úr óvæntri átt, en fáir hafa hjólað jafn fast í hann og Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi.

Eins og í Austur-Þýskalandi

Jón Viðar skýtur fast á Hjörleif á Facebook-síðu sinni og vísar til tengsla Hjörleifs við Austur-Þýskalands, þar sem hann stundaði nám. „Ég legg til að Halldór Baldursson verði fenginn til að mála mynd af Hjörleifi Guttormssyni á hinn snautlega gafl Fiskifélagshússins sem eitt sinn hét svo. Þar mætti gjarnan vera eitthvað sem minnir á fortíð mannsins í hinni sósíalísku paradís sem er nú til allrar hamingju orðinn safngripur í endurreistri Berlínarborg, ss gaddavírsgirðingar, leitarljós, vopnaðir landamæraverðir í grænu úniformunum sínum, skriðdrekarnir á 1. maí á Unter den Linden og fleira sem eflaust mun snerta viðkvæmar taugar í brjósti myndefnisins og sálufélaga hans, þeirra sem enn eru ofar foldu. Mætti jafnvel láta glitta í félaga Ulbricht innan um herlegheitin,“ skrifar Jón Viðar í nótt.

Nú í morgun bætir Jón Viðar við og segir raunar að þetta sé ekkert gamanmál. „Menn hafa verið að gantast hér með afskipti Hjörleifs Guttormssonar af hinni ágætu og skemmtilegu sjónmannsmynd á austurgafli Fiskifélashússins eins og það hét einu sinni (og hýsti þá Ríkisútvarpið). En þetta er í rauninni ekkert til að gantast með. Það sýnir, eftir fréttum að dæma, hverju taumlaus frekja eins manns getur komið til leiðar þegar hún mætir undirlægjuhætti í stjórnkerfinu. Má rifja upp að einmitt svona var það í austrinu á sokkabandsárum Hjörleifs og þeirra sem héldu ungir menn á vit roðans mikla: þar voru allir í Flokknum, líka embættismennirnir, og þá hringdu þeir sem áttu eitthvað undir sér í rétta aðila og höfðu sitt fram með góðu eða illu. Og þannig er sem sagt hægt að hafa sitt fram á Íslandi í dag. Verst bara að það skuli vera þessir fjölmiðlar sem aldrei má treysta til að halda sér saman. Það vandamál var óþekkt í Austurþýskalandi Hjörleifs Guttormssonar,“ skrifar Jón Viðar.

Ómakleg gagnrýni

Björn Bjarnason, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi ráðherra, kemur Hjörleifi fremur óvænt til varnar á bloggi sínu, því ekki eru þeir skoðanabræður í pólitík. Björn notar tækifærið til að gagnrýna Reykjavíkurborg. „Eins og jafnan áður þegar mál sem varða Reykjavíkurborg verða umdeild er ógjörningur að fá á hreint hver tók ákvörðunina um að afmá sjómannsmyndina af húsgaflinum,“ skrifar Björn.

Björn segir að ráðist sé ómaklega á Hjörleif. „Hjörleifur kannaði hvernig staðið var að töku ákvarðana um sjómannsmyndina og taldi að þar hefði verið pottur brotinn hjá borgaryfirvöldum. Nýlega var húsgaflinn málaður hvítur að nýju og er Hjörleifi kennt um það. Ráðist er á hann af mikilli heift og hann meðal annars sakaður um óvild í garð sjómanna!,“ skrifar Björn.

Björn segir ekki sanngjarnt að segja að það sé stjórnmálaþátttöku Hjörleifs að þakka að hann hafi fengið sitt í gegn. „Rannsóknarblaðamennskan í þessu máli snýst ekki um að rekja reikning húsamálarans heldur að finna út hvers vegna Hjörleifur Guttormsson var að skipta sér að málinu þótt myndin hafi blasað við honum dag hvern sem nágranna hennar. Þá er lýst undrun yfir að einhver yfirvöld hafi tekið mark á honum og talið að rekja megi það til þess að hann hafi setið á alþingi og í ríkisstjórn.

Líklegasta skýringin á að tekið var mark á Hjörleifi og yfirvöld sáu að sér er sú að athugasemdir hans vegna málsins hafi verið á rökum reistar Hann hafi fært sterk rök fyrir máli sínu og kynnt þau á réttan hátt,“ segir Björn.

Örugglega góður nágranni

Benedikt Bóas, blaðamaður á Fréttablaðinu, sér þó ólíkt Jóni Viðari, hið skoplega við málið. „Hjörleifur Guttormsson er maðurinn. Ég væri til í að hafa hann sem nágranna. Ég ætla að efast um að það séu mikil vandræði í kringum húsið hans í Skuggahverfinu. Glæsileg mynd af sjómanni, sem fór ekki réttar leiðir í stjórnsýslunni, var fjarlægð því hann einfaldlega meikaði hana ekki. Og ekki nágranni hans heldur.

„Og Hjörleifur kann á kerfið. Sendir réttu póstana á rétta fólkið og viti menn. Hann fékk bara heilan húsvegg málaðan hvítan og enginn skilur neitt í neinu.

„Stóra Hjörleifsmálið er auðvitað með ólíkindum. Það eru bara alvöru menn sem geta þetta sem hann gerði. Ég ber virðingu fyrir því. Ekki get ég sent borginni tölvupóst og fengið málningu skvett á hús sem mér finnst ljót,“ skrifar Benedikt í Bakþanka Fréttablaðsins.

Hvar er málarinn?

Benedikt segist einfaldlega ekki skilja neitt í málinu en hann elski það þó. „Það er ótal margt sem ég skil ekki í þessu máli en að hafa mynd af sjómanni á Sjávarútvegshúsinu hljómar bara svo rétt. Og ætti auðvitað að fá að standa um aldur og ævi. Sama hvað gömlu ríku fólki finnst.

Þegar málarinn fékk skipun að ofan um að mála Sjávarútvegshúsið hvítt á ný, sagði hann þá bara já og amen? Hver var það sem skipaði honum að mála það? Það tekur enginn upp á því bara að mála eitt stykki vegg án þess að fá greitt fyrir það. Hver er þessi málari?,“ spyr Benedikt.

Hvítir veggir gera ekkert

Hann segist vilja sjá sjómanninn aftur á sínum stað. „Ég skil ekki neitt í þessu máli, samt elska ég það. En tímarnir breytast og mennirnir með og Reykjavíkurborg er orðin alveg hrikalega skemmtileg borg þótt það mætti kannski hirða betur um hana.

Lífið er ekki eins og það var þegar Hjörleifur og hans kynslóð voru að alast upp. Nú er það málað fallegum litum. Er ekki einslitt. Hvítur veggur nefnilega bætir engu við. Fallegar myndir gera það. Megi sjómaðurinn snúa til baka sem fyrst og sem víðast,“ skrifar Benedikt Bóas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum