fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Unglingspiltur í Bretlandi leysti gátuna um hvarf fjögurra ára stúlku í Bandaríkjunum

Frábær saga sem endaði vel

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Brown, ungum starfsmanni Sainsbury-keðjunnar í Surrey á Englandi, hefur verið hampað sem hetju á samfélagsmiðlum eftir að hann leysti gátuna um hvarf fjögurra ára stúlku í Bandaríkjunum. Þetta gerði Harry úr herberginu sínu á heimili sínu.

Málavextir voru þeir að Yvette Henley, 4 ára, hafði verið rænt af föður sínum og hann farið með hana á ferðalag um Bandaríkin. Áður en að þessu kom hafði dómstóll úrskurðað að stúlkan ætti að vera í umsjá afa síns og ömmu, Gary og Kim Forester, en þeim úrskurði var faðir Yvette, Virgil Henley ekki tilbúinn að fara eftir. Taldi dómstóllinn að heilsu Yvette væri stefnt í voða yrði hún í umsjá föður síns.

Á endanum kom Virgil upp um sig með því að gefa upp heimilisfangið á því hóteli sem hann dvaldi á.
Heimilisfangið gefið upp Á endanum kom Virgil upp um sig með því að gefa upp heimilisfangið á því hóteli sem hann dvaldi á.

Hann brá því á það ráð að fara með stúlkuna á ferðalag um Bandaríkin meðan lögreglan leitaði þeirra. Þrjár vikur liðu og hvorki fannst tangur né tetur af Yvette og föður hennar. Það var þá sem Gary og Kim ákváðu að leita til Harrys sem er nokkuð þekktur tölvuleikjaspilari í heimalandi sínu.

Harry hafði komist í kynni við Virgil í gegnum Facebook nokkrum árum áður og höfðu þeir spjallað saman um lífið og tilveruna. Gary og Kim komu auga á Harry á vinalista Virgils og datt í hug hvort hann gæti mögulega hjálpað þeim að leysa málið með einhverjum hætti. Þau sendu honum skilaboð og sögðu honum hvernig í pottinn væri búið. Harry féllst á að reyna hvað hann gæti.

Harry ákvað að hafa samband við Virgil og þeir fóru að spjalla saman um lífið og tilveruna. Tveimur dögum síðar sagði Virgil að hann og kærasta hans, Alyssa, hefðu tekið Yvette til Arizona þar sem þau dvöldu á ódýrum hótelum. Á endanum bauðst Harry til að panta pítsu fyrir fjölskylduna og fékk hann til að gefa upp heimilisfangið á því hóteli sem hann dvaldi á.

Eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir lögreglu því innan fárra mínútna var Virgil handtekinn. Unga stúlkan er nú komin í öruggar hendur afa síns og ömmu.

Harry segir við breska fjölmiðla að hann sé ánægður að hafa getað hjálpað til við lausn málsins. „Ég grét þegar ég sá myndirnar af henni með afa sínum og ömmu. Lögreglan hafði reynt að finna hana síðan í maí en innan tveggja daga var ég kominn með heimilisfangið hans. Þetta var eilítið skrýtið en allt saman gekk upp að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar