fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bandarískur raðmorðingi dæmdur í 47 ára fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Dathan Holbert, bandarískur ríkisborgari, hefur verið dæmdur í 47 ára fangelsi í Panama, syðsta ríki Mið-Ameríku, fyrir fimm morð.

Holbert þessi var dæmdur fyrir að ræna og drepa fimm bandaríska ríkisborgara í landinu á árunum 2007 til 2010. Fyrrverandi eiginkona hans, Laura Reese, var dæmd í 26 ára fangelsi fyrir sinn þátt.

Holbert viðurkenndi að hafa myrt einstaklingana til að komast yfir fasteignir þeirra, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Hjónin voru handtekin árið 2010 þegar þau reyndu að komast til Níkaragva frá Kosta Ríka, en það sama ár fundust lík fjögurra fullorðinna einstaklinga og barns í gröf á lóð lítils mótels sem Holbert átti.

Holbert var sakfelldur fyrir að myrða Mike Brown, eiginkonu hans og ungan son þeira árið 2007. Árið 2010 myrti Holbert konu að nafni Cheryl Lynn Hughes sem átti og rak lítið hótel í Panama auk þess sem hann myrti mann að nafni Bo Icelar.

Holbert, sem gekk undir viðurnefninu Wild Bill, hafði tengsl við samtök hvítra þjóðernissinna í Norður-Karólínu áður en hann flutti frá Bandaríkjunum. Hann flutti frá Bandaríkjunum eftir að hann skildi við fyrri eiginkonu sína og lýsti sig gjaldþrota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar