Leita að kafbáti í og við höfnina í Kaupmannahöfn

Litla hafmeyjan er við höfnina í Kaupmannahöfn.
Litla hafmeyjan er við höfnina í Kaupmannahöfn.
Mynd: Mynd: Getty

Tvær þyrlur og þrír bátar eru nú við leit í og við höfnina í Kaupmannahöfn en leit stendur yfir að kafbáti á svæðinu. Kafbáturinn er í einkaeigu og sneri ekki aftur til hafnar eftir siglingu í gærkvöldi. Tveir menn eru um borð.

Kafbáturinn heitir Nautilus og er í eigu Peter Madsen sem smíðaði hann sjálfur. Hann fór í siglingu í gærkvöldi ásamt blaðamanni og var ætlunin að koma aftur til hafnar í gærkvöldi. Það var unnusta blaðamannsins sem hafði samband við björgunaraðila og tilkynnti að bátsins væri saknað þegar hann sneri ekki aftur til hafnar á tilsettum tíma.

Danska ríkisútvarpið segir að sést hafi til kafbátsins í höfninni í gærkvöldi og hugsanlega hafi sést til hans lengra úti í Eystrasalti síðar um kvöldið en það er þó óstaðfest.

Uppfært klukkan 8.50

Danskir fjölmiðlar segja að leitinni hafi nú verið hætt þar sem sást til kafbátsins á siglingu við Køge.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.