fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Leita að kafbáti í og við höfnina í Kaupmannahöfn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. ágúst 2017 05:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær þyrlur og þrír bátar eru nú við leit í og við höfnina í Kaupmannahöfn en leit stendur yfir að kafbáti á svæðinu. Kafbáturinn er í einkaeigu og sneri ekki aftur til hafnar eftir siglingu í gærkvöldi. Tveir menn eru um borð.

Kafbáturinn heitir Nautilus og er í eigu Peter Madsen sem smíðaði hann sjálfur. Hann fór í siglingu í gærkvöldi ásamt blaðamanni og var ætlunin að koma aftur til hafnar í gærkvöldi. Það var unnusta blaðamannsins sem hafði samband við björgunaraðila og tilkynnti að bátsins væri saknað þegar hann sneri ekki aftur til hafnar á tilsettum tíma.

Danska ríkisútvarpið segir að sést hafi til kafbátsins í höfninni í gærkvöldi og hugsanlega hafi sést til hans lengra úti í Eystrasalti síðar um kvöldið en það er þó óstaðfest.

Uppfært klukkan 8.50

Danskir fjölmiðlar segja að leitinni hafi nú verið hætt þar sem sást til kafbátsins á siglingu við Køge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar