fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Birni hefur ítrekað verið nauðgað: „Ég trúi ekki að ég hafi leyft þessu að gerast aftur“

Vill opna umræðuna fyrir karlmenn – „Ástandið mitt skiptir ekki máli, aðstæðurnar skipta ekki máli“ – Skilar skömminni í tilefni Druslugöngunnar næstkomandi laugardag –

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. júlí 2017 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að skila skömminni því að ég gerði mér þetta ekki. Tveir félagar ákváðu að misnota mig í annarlegu ástandi og þeir eiga sökina,“ segir Björn Árni Jóhannson en hann hefur í þrígang orðið fyrir kynferðisofbeldi og segir mikilvægt að opna umræðuna fyrir karlmenn. Hann stígur fram með sögu sína í tilefni Druslugöngunnar sem fram fer á laugardaginn.

Björn Árni opnaði sig um reynslu sína á bloggsíðu sinni fyrr í dag og segist ekki lengur ætla að fara í felur með það sem kom fyrir hann. Hann var 14 ára gamall þegar hann varð fyrst fyrir kynferðisofbeldi. Gerandinn var karlmaður, 12 árum eldri.

„Mér var nauðgað. Þetta var ekki fyrsta skiptið og ekki einu sinni annað skiptið. Það er ekki erfitt fyrir mig að tala um þetta lengur. Fyrsta skiptið þá var ég 14 ára og var misnotaður af mikið eldri manni sem ég í sakleysi mínu og forvitni bauð heim til mín. Hann var 26 ára og vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Ég man alltaf að eftir að hann fór þá sat ég og grét í sturtu í að mér fannst marga tíma. Ég man að áður en ég hitti hann þá montaði ég mig við vinkonur mínar að ég væri sko að tala við eldri strák en sagði reyndar aldrei hversu mikið eldri.

Daginn eftir atvikið þá fer ég í afmæli hjá góðri vinkonu minni, ég man voða lítið eftir afmælinu en ég man að ég sat einn mest allan tímann og talaði ekki við neinn og sagði engum hvað hafði gerst, það mátti enginn vita hversu heimskur ég var. Mér leið eins og hálfvita, ég bauð honum heim til mín, ég leyfði honum að nota mig og svo leyfði ég honum að fara. Þetta var allt mér að kenna. Þarna var ég 14 ára að taka ábyrgðina á gjörðum manns á þrítugsaldri.“

Tókst að flýja

Björn Árni greinir frá því í færslunni að honum hafi aftur verið nauðgað rúmlega 10 árum síðar. Í þetta sinn voru gerendurnir tveir. Björn Árni ákvað hins vegar að þegja ekki um ofbeldið, heldur fór hann þveröfuga leið.

„Ástandið mitt skiptir ekki máli, aðstæðurnar skipta ekki máli. Tveir menn misnotuðu mig. Sá seinni hvíslaði “its okay its okay” í eyrað á mér á meðan. Sem betur fer hafði ég meiri viljastyrk í þetta skipti og mér tekst að flýja frá þeim en merkilegi parturinn er það sem gerðist eftir á. Ég kem út úr húsinu og fatta að ég er ekki lengur niðrí bæ, ég er kominn upp í Mjódd, það fyrsta sem ég geri eftir að ég hleyp í burtu er að fara niður á hnén og gráta.“

Björn Árni segir að á þessum tímapunkti hafi fortíðardraugar sótt á hann. Hann ákvað hins vegar að láta ekki bugast.

„Ég trúi ekki að ég hafi leyft þessu að gerast aftur” byrja ég að hugsa en ég kæfi hugsunina í fæðingu. Þessi viðurstyggilegi hugsunarháttur mun aldrei ná heljartaki á mér aftur. Í staðinn opna ég Twitter og skrifa niður hvað gerðist, tvít fyrir tvít. Ég er að skila skömminni því að ég gerði mér þetta ekki. Tveir félagar ákváðu að misnota mig í annarlegu ástandi og þeir eiga sökina,“ segir Björn en viðbrögðin við færslu hans á Twitter voru að hans sögn ótrúleg.
„ÉG fékk skilaboð frá svo mörgum sem vildi annaðhvort gá hvort það væri í lagi með mig eða að hrósa mér, ég á ennþá öll þessi skilaboð og ég skoða þau þegar mér líður illa.“

Hefur fengið ómetanlegan stuðning

Björn Árni segir viðburði á borð við Druslugönguna hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir umræðuna um kynferðisofbeldi og veiti brotaþolum kjark og þor til að stíga fram með reynslu sína.

„Tilgangurinn með þessu uppgjöri er bæði það að sýna fram á hversu mikið það getur hjálpað að segja frá og til að ítreka hversu mikilvægar hreyfingar eins og Druslugangan eru í raun. Ef að ég væri ekki búinn að mæta í allar druslugöngurnar með bræðrum mínum og systrum, gengið Laugaveginn og öskrað af öllum lífs og sálarkröftum að skömmin sé ekki mín, þá hafði ég aldrei deilt sögunni minni í seinna skiptið. Ég hefði endurtekið söguna sem gerðist fyrir 8 árum en hún hefði líklega endað öðruvísi.

Mynd: Mynd: DV/Gunnar Gunnarsson

Ég vil þakka stjórnendum Druslugöngunar fyrir lífið mitt og allt saman. Ég vil þakka Stígamótum fyrir að taka vel á móti mér og hlusta á ævisögu mína. Ég vil þakka vinnufélögum, vinum og ættingjum fyrir ómetanlegan stuðning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar