fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Gulli Falk lagður til hinstu hvílu í dag: „Tónlistarheimurinn hefur misst mikið“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Auðunn Falk, gítarleikari hljómsveitanna Dark Harvest og Audio Nation var jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag. DV sagði frá því þann 30.júní síðastliðinn að Guðlaugur, eða Gulli Falk eins og hann var jafnan kallaður, væri látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Gulli var bæði þekktur gítarleikari og lagahöfundur, og spilaði og skrifaði fyrir marga þekkta tónlistarmenn.

Aðstandandi sem viðstaddur var athöfnina í dag segir anda Gulla hafa svifið yfir vötnum; hljómsveitin Dimma spilaði undir og þá var kista söngvarans í sama lit og gítarinn hans. 150 mótorhjól fylgdu á eftir bílnum sem kista Gulla var lögð í. Meðfylgjandi ljósmyndir voru þar teknar.

Í minningargreinum Morgunblaðsins í dag er ævi Gulla rakin en hann fæddist í Kansasborg í Missouriríki í Bandaríkjunum 7. nóvember 1959. Foreldrar hans slitu samvistum nokkrum árum síðar og ólst hann upp hjá móður sinni í Reykjavík. 16 ára gamall fluttist hann til Jacksonville í Flórída ásamt móður sinni og systkinum og rúmu ári síðar stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit Oscar Wild, var stofnuð 1976. Í kjölfarið stofnaði hann djass og fönksveitina Black Market, sem lék eingöngu frumsamið efni í formi djass- og fönkbræðings.

Fram kemur að tónlistin hafi verið ástríða Gulla; hann hafi alla tíð mjög ötull tónlistarmaður og starfað með fjöldamörgum hljómsveitum hér heima eftir að hann flutti aftur heim til Íslands.

„Má þar nefna Þrumuvagninn (Chariot of Thunder), Fist, Gildruna, Stálfélagið, Fjandakornið, Dark Harvest, Audio Nation og hina goðsagnakenndu Exizt. Með síðastnefndu hljómsveitinni hljóðritaði hann samnefnt lag sem var alla tíð síðan flaggskipið hans þegar kom að tónleikahaldi enda sýndi hann þar leiftrandi snilld sína á gítarinn. Í kringum aldamótin komu út tvær sólóplötur, Going to Paris árið 1998 og Falk árið 2000. Guðlaugur vann að tónlist til seinasta dags og fyrirhuguð er útgáfa á þriðju sólóplötunni, Kaffi Olé, á næstunni.“

Gulli greindist með illkynja krabbamein í kviði og fæti í fyrra. Sonur hans, Árni Hrafn Falk, stofnaði í fyrra Facebook síðuna „Styrktarsíða fyrir Gulla Falk vegna veikinda hans.“ Síðastliðinn maí var greint frá því þar að Gulli hafi barist af krafti og sál við krabbameinið. „Heilsunni hrakað en aldrei kvartar naglinn yfir neinu og vill bara hafa gítar við hönd þá er hann sáttur,“ segir í umræddri færslu.

Eftir að fregnir bárust af andláti Gulla rituðu fjölmargir íslenskir tónlistarmenn minningarorð um hann á facebook.

„Guðlaugur Falk er allur eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það er mikill sjónarsviptir af þessum litríka og hæfileikaríka rokkgítarleikara. Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð,“ skrifaði Jón Ólafsson og þá skrifaði Regína Ósk söngkona:

„Hvíl í friði Guðlaugur Falk. Árið 1998 söng ég tvö lög fyrir hann inná plötuna „Going to Paris“ þá 21. árs og hafði nú ekki mikið sungið í stúdíói. Hann var svo jákvæður og hvetjandi fyrir óreynda söngkonuna.“

Í minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í dag ritar Sigurjón Skærings:

„Þegar fólk frétti af brottför þinni virtist enginn hafa neitt nema fallegt um þig að segja og það er það dýrmætasta sem þú skilur eftir þig. Minningin um góðan dreng, frábæran pabba og verulega sérstakan afa, sem gat kveikt í gítarhálsi á núll einni. Tónlistarheimurinn hefur misst mikið, og ekki síst dæmisöguna um að gefast aldrei upp og gera tónlist af þeirri einu hvöt sem skiptir máli; ást á tónlistinni sjálfri. Lögin þín munu lifa áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar