fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Duftker með jarðneskum leifum eldri konu týndist í pósti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar að 83 ára kona lést í Þýskalandi í júní ákváðu börn hennar og barnabörn að lík hennar yrði brennt í Þýskalandi en askan yrði síðan send til ættjarðarinnar þar sem duftkerið fengi viðeigandi stað í kirkjugarði. En þetta hefur ekki enn gengið eftir því duftkerið týndist í meðförum póstsins og er enn ófundið.

Konan var frá Svíþjóð og þar býr stærsti hluti fjölskyldu hennar. Fjölskyldan fylgdi öllum lögum og reglum í Þýskalandi hvað varðar að láta brenna líkið og setja duftkerið í póst. Það var síðan sent af stað til Svíþjóðar þar sem PostNord, sameiginlegt póstfyrirtæki Dana og Svía, tók við kerinu. Samkvæmt frétt Expressen átti að senda kerið til póstafgreiðslunnar í Rönninge sem er í um hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð sunnan við Stokkhólm.

Þetta virðist ekki vera flókið en samt sem áður endaði duftkerið í póstafgreiðslunni í Kramfors sem er um 500 km norðan við Rönninge. Expressen hefur eftir syni hinnar látnu að hann hafi hringt í póstafgreiðsluna til að kanna hvort hann hafi ekki skrifað heimilisfangið rétt á pakkann. Svo reyndist vera.

Hann fékk starfsfólk póstafgreiðslunnar til að skrá að pakkinn hefði verið sendur til rangrar póstafgreiðslu og þann 5. júlí var hann sendur af stað á nýjan leik með PostNord og átti að fara til Rönninge. En síðan leið og beið og ekki skilaði sendingin sér til Rönninge. Hún birtist þó að lokum þann 19. júlí í póstmiðstöð PostNord. Þar var sendingin skráð á nýjan leik og merkt að senda ætti hana á „nýtt heimilisfang“. Síðan þá hefur hún ekki sést og pósturinn hefur ekki hugmynd um hvar hún er.

Expressen hefur eftir syni hinnar látnu að hann hafi fengið þær upplýsingar hjá PostNord að ekki sé víst að sendingin muni nokkru sinni finnast og það þrátt fyrir að hún sé skráð og ferðir hennar eigi að vera rekjanlegar.

Talsmenn PostNord hafa beðist afsökunar á málinu og segja að fyrirtæki geri allt sem í þess valdi stendur til að finna sendinguna með duftkerinu og koma henni í hendur ættingjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv