fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Af hverju höfum við ekki enn fundið líf utan Jarðarinnar?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júlí 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarbrautin okkar er gríðarlega stór en í henni eru á milli 100 og 400 milljarðar stjarna og á braut um þær flestar eru líklegast plánetur. Auk vetrarbrautarinnar okkar eru að minnsta kosti tvær trilljónir vetrarbrauta í hinum sýnilega alheimi. Í hverri þeirra eru trilljónir pláneta á braut um mörg hundruð milljarða stjarna.

Jafnvel þótt líkurnar á að líf geti þrifist á plánetum séu aðeins örlitlar þá ætti allur þessi fjöldi pláneta að þýða að einhversstaðar í alheiminum utan Jarðarinnar sé vitsmunalíf að finna. Í umfjöllun Business Insider kemur fram að ef á einungis 0,1 prósent af plánetunum, sem eru með réttar aðstæður til að líf geti þrifist, í vetrarbrautinni okkar hafi líf þróast og sé að finna þá sé samt sem áður um milljónir pláneta að ræða.

Þessar tölur, sem margir eiga svolítið erfitt með að skilja enda tölurnar ótrúlegar, urðu til þess að Nóbelsverðlaunahafinn Enrico Fermi spurði hvar allar geimverurnar væru. Við þennan Fermi er Fermi-þversögnin einmitt kennd. Svörin við henni eru hinsvegar ekki góð fyrir okkur mannkynið, að minnsta kosti ekki fyrir þá sem hafa áhuga á að finna vitsmunalíf utan Jarðarinnar.

Þessu tengist „Great Filter“ kenningin (Stóra síu kenningin) en í henni felst að áður en vitsmunalíf hafi tækifæri til að komast frá plánetunni sinni þá lendi það á einhverskonar vegg, „the Great Filter“. Karla Lant segir í umfjöllun á Futurism að út frá þróunarlegu sjónarmiði þurfi íbúar á plánetum eins og okkar að ná ákveðinni færni áður en þeir geta átt í samskiptum við íbúa á öðrum plánetum. Sumt af þessu á sér stað snemma á lífsskeiði þeirra og í tilfelli mannkynsins getur verið að við séum einmitt að koma að þessari síu í þróun okkar.

Lant segir að ef loftslagsbreytingum verði leyft að halda áfram muni þær á endanum gera út af við stærsta hluta þess lífs sem er að finna á Jörðinni. Það hafi verið ótrúlega stöðugt loftslag undanfarinna 12.000 ára eða svo sem hafi gert mannkyninu kleift að dafna, njóta ávaxtanna af landbúnaði og á endanum iðnvæðast en svo kaldhæðið sem það nú er þá er það hugsanlega iðnvæðingin sem mun gera út af við okkur.

Það getur auðvitað verið hlutirnir þróist á mismunandi veg á mismunandi plánetum og það er hugsanlegt að það séu svo margir þröskuldar sem líf þarf að komast yfir að annað vitsmunalíf hafi ekki enn komist yfir þá.

“Í alheimi sem er margra milljarða ára gamall, með stjörnukerfum sem eru aðskilin af tíma og rúmi, geta siðmenningar orðið til og þróast og eytt sjálfum sér svo hratt upp að þær ná ekki að finna hver aðra . . . . Fjöldaútrýmingin sem við erum nú að upplifa er bara rétt að byrja, það er mikill dauði framundan.“

Skrifaði David Wallace-Wells í New York Magazine.

En það eru líkar aðrar kenningar á lofti hvað varðar Fermi-þversögnina. Því hefur verið varpað fram að ástæðan fyrir því að við höfum ekki enn fundið vitsmunalíf utan Jarðarinnar sé að geimverur séu ekki dánar heldur liggi þær í dvala og bíði þess að alheimurinn kólni.

Zaza Osmanov, hjá Free University of Tbilisi, telur að leit okkar að geimverum eigi eftir að bera árangur þegar við beinum sjónum okkar að svæðum í kringum tifstjörnu í stað hefðbundinna stjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar