fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Ættingi svörtu ekkjunnar fannst í Garðabæ

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 17. júlí 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margt kvikindið berst til landsins með innfluttum ávöxtum og grænmeti og er það í raun óhjákvæmilegt. Langflest eru þau meinlaus og deyja hér drottni sínum að skömmum tíma liðnum. Gjarnan verður fólki brugðið þegar slík kvikindi berast með innkaupapokanum inn á heimili og lætur í sér heyra á völdum stöðum. Staðreyndin er bara sú að svona nokkuð verður aldrei útilokað og því tilgangslítið að kvarta.“

Þetta skrifar Erling Ólafsson skordýrafræðingur á Facebook-síðu sína, Heimur smádýranna. Erling segir að kónguló hafi fundist í portúgölskum bláberjum. Þá tjáir Erling sig við Morgunblaðið og segir að fjölskylda í Garðabæ hafi keypt bláberin. Segir Erling að viðhorf Íslendinga til skordýra og það sé Costco að þakka.

„Stórmarkaður Costco er þarna ekki undanskilinn og margir tjáðu sig um það í byrjun að pöddur hefðu fundist í ávöxtunum frá þeim. Þurfti engan að undra. En nú var viðhorfið breytt, flestir hentu gaman að og höfðu minnstar áhyggjur. Enginn vildi styggja Costco!“

Um kóngulóna segir Erling:

„Hér er kynnt til sögu áhugaverð könguló sem fannst fyrir skömmu í fötu með portúgölskum bláberjum. Hef ég nefnt hana kranskönguló (Steatoda nobilis). Englendingar kalla hana gerfiekkju (false widow) því hún er ættingi svörtu ekkjunnar nafntoguðu. Hún getur líka bitið eins og sú svarta. Bitin eru þó ekki sögð hættuleg en kunna að vera það sár að þeim er líkt við stungur geitunga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“

Klóra sér í kollinum yfir óvæntu hrósi Trump – „Hannibal Lecter er dásamlegur maður“
Fréttir
Í gær

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu