fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Einn æðsti maður Vatíkansins ákærður fyrir kynferðisbrot

George Pell er þriðji æðsti maður Vatíkansins

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Pell, þriðji æðsti maður Vatíkansins, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í heimalandi sínu, Ástralíu. Pell, sem er 76 ára, hefur löngum verið gagnrýndur fyrir að bregðast seint og illa við ásökunum um kynferðisbrot presta í heimalandi sínu.

Frá þessu var greint í gærkvöldi.

Ekki liggur fyrir í hverju ásakanirnar gegn Pell felast, en lögreglan í Viktoríufylki segir að um sé að ræða fjölmarga ákæruliði vegna brota sem framin voru fyrir margt löngu. Pell starfaði meðal annars sem prestur í Ástralíu á áttunda áratugnum áður en hann varð erkibiskup í Melbourne.

Pell hefur verið fyrirskipað að mæta fyrir dóm þann 18. júlí næstkomandi. Kaþólska kirkjan í Ástralíu sagði í yfirlýsingu að Pell myndi mæta – svo lengi sem hann fengi leyfi frá læknum til að ferðast – og hreinsa nafn sitt.

Pell er nú kominn í leyfi frá starfsskyldum sínum og hefur Vatíkanið lýst yfir stuðningi við hann. Pell segir sjálfur að hann sé hafður fyrir rangri sök. Það mun væntanlega koma í hlut dómstóla að skera úr um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar