fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gunnhildur landsliðskona segir mál bróður síns ekki feimnismál

Hjó mann í Garðabæ með sveðju – Fullkomnasta dópverksmiðja Evrópu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. júní 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, opnaði sig í viðtali hjá RÚV í þættinum Leiðin á EM sem sýndur var í gærkvöldi, 27. júní. Þar talar hún meðal annars um samband sitt við bróður sinn, sem hefur verið dæmdur til þungrar fangelsisvistar fyrir ofbeldis-og fíkniefnabrot. Gunnhildur er fædd árið 1988 og uppalin hjá Stjörnunni. Síðan 2013 hefur hún spilað í Noregi með fjórum liðum en hún spilar nú með Vålerenga í Osló.

Frá árinu 2012 hefur Gunnhildur spilað 42 landsleiki fyrir A-landsliðið.

Í viðtalinu segir hún þetta ekki vera feimnismál í fjölskyldunni. „Ég vil frekar að fólk komi upp að mér og spyrji bara út í þetta.” Hún segir bróður sinn hafa lent illa í því, verið í slæmum félagsskap og að þrátt fyrir fangelsisvistina sé hann fyrirmynd hennar. Ennfremur að allt umtalið um hann hafi hvatt hana til að einbeita sér að fótboltanum og njóta þess sem hún er góð í. Hún hugsaði: „Þetta er ekki það sem ég vil.”

Sveðja fór á loft í partíi

Samkvæmt frétt DV frá árinu 2005 var hinn 18 ára Tindur Jónsson forsprakki klíku sem kölluðust „Tuddarnir“ og jafnframt góðkunningjar lögreglunnar. Hann hafði meðal annars verið sakaður um að stinga ungan mann í hálsinn með skrúfjárni á menningarnótt. Aðfaranótt sunnudagsins 2. október voru Tindur og þrír aðrir menn handteknir eftir að partí fór úr böndunum í Bæjargili í Garðabæ.

„Þrátt fyrir að það hafi ekki verið gaman fyrir bróður minn að sitja inni í tíu ár þá lærði hann mikið af þessu og er allt annar maður í dag en hann var þegar hann fór inn,“ segir hún.
Tindur Jónsson „Þrátt fyrir að það hafi ekki verið gaman fyrir bróður minn að sitja inni í tíu ár þá lærði hann mikið af þessu og er allt annar maður í dag en hann var þegar hann fór inn,“ segir hún.

Mynd: Mynd: DV

Tveir aðkomumenn í partíinu ætluðu að stöðva slagsmál þegar sveðja fór á loft. Arnar Snorri Gíslason, sem slasaðist sagði: „Ég sá Tind með sveðjuna. Hoppaði til og frá og lét eins og brjálæðingur með sveðjuna á lofti.“ Einn maður slasaðist illa á höfði og höndum og var Tindur ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var loks dæmdur til 6 ára fangelsisvistar fyrir þessa árás auk fjögurra annarra, brot á vopnalögum og brot á fíkniefnialögum.

Mál Tinds komst í umræðuna eftir að hann var snemma fluttur á Kvíabryggju þrátt fyrir gróft ofbeldisbrot. Suma grunaði að föðursystir hans, sem vann hjá fangelsismálastofnun hefði átt þátt að máli en Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi forstöðumaður þvertók fyrir það. Eftir minna en eitt ár var hann fluttur á áfangaheimilið Vernd og hóf nám í efnafræði við Háskóla Íslands.

Fullkomin amfetamínverksmiðja í Hafnarfirði

Einungis mánuði eftir að hafa verið sleppt var Tindur aftur handtekinn, grunaður um að hafa nýtt sér efnafræðimenntunina sem hann sótti í afplánuninni. Sagt var að Tindur og Jónas Ingi Ragnarsson, sem kynntust í afplánun, hefðu komið á laggirnar einni fullkomnustu dópverskmiðju Evrópu í Rauðhellu í Hafnarfirði.

Tindur fékk 8 ára fangelsisdóm fyrir en Jónas 10 fyrir fíkniefnaframleiðslu í héraðsdómi haustið 2009. Þá fundust auk þess 18 kílógrömm af kannabisefnum og 700 grömm af amfetamíni í verskmiðjunni. Dómurinn var staðfestur af Hæstarétti í febrúar 2010.

Tindur lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og er í dag stjórnarformaður vélsmiðjunnar Tinds í Kópavogi sem sinnir einnig verkfræðiráðgjöf.

Gunnhildur undirbýr sig nú fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í júlímánuði. Í viðtalinu við RÚV sagði hún að þrátt fyrir að bróðir hennar hefði setið í fangelsi væri hann fyrirmynd hennar og hún hafi reynt að nýta reynslu hans til góðs.

„Fólk var náttúrulega mikið að tala um þetta. En þetta hvatti mig til að einbeita mér bara að fótboltanum og mínu. Njóta þess að gera það sem þú ert góður í. Tindur fór inn 18 ára og missir tíu ár úr lífi sínu og þá hugsaði ég: Þetta er ekki það sem ég vil,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þetta hefði þjappað fjölskyldunni betur saman.

„Það var talað um þetta, við vorum ekki lokuð með hans mál. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið gaman fyrir bróður minn að sitja inni í tíu ár þá lærði hann mikið af þessu og er allt annar maður í dag en hann var þegar hann fór inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla