fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Bróðir hans framdi morðið en hann situr inni fyrir lífstíð

Þjófnaður fór úr böndunum – Læknasamtök segja heila ungs fólks ekki fullþroskaðan

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 27. júní 2017 23:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. ágúst árið 1980 ákváðu bræðurnir Sammy (18 ára) og David Maldonando (17 ára) frá Philadelphiu að lyfta sér upp. Þeir keyptu vín og héldu inn í garð sem nefnist Devil´s Pool þar sem er lítið vatn umkringt klettum. Unglingar hittust þar til að dýfa sér, synda, borða, drekka og reykja gras. Þar hittu þeir fyrir hóp af jafnöldrum sínum sem þeir skiptust á bjór og jónum við.

Bræðurnir skemmtu sér þarna um stund uns þeir urðu ölvaðir, dópaðir…..og djarfir. Þeir sáu að jafnaldrar þeirra voru með pappakassa sem þeir töldu geyma einhver verðmæti. Seinna kom í ljós að kassinn innihélt aðeins 10 dollara seðil, greiðu og fleira smálegt. Sammy greip kassann og tók á rás en David stal hníf.

Eigendurnir eltu, þar á meðal hinn 19 ára gamli Steven Monahan sem náði að tækla Sammy í jörðina. Þá stökk David á Monahan og stakk hann tvisvar með hnífnum. Bræðurnir komust undan og í bílinn sinn. Þar brast David í grát og sagðist halda að hann hefði drepið Monahan. Það reyndist raunin því að Monahan blæddi út af öðru stungusárinu.

Bræðurnir voru sakfelldir fyrir morðið og dæmdir til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn. Í ljósi aðstæðna vildi dómarinn ekki dæma þá svo harkalega en lagabókstafur Pennsylvaníufylkis var afdráttarlaus hvað þetta varðar.

David Maldonado sleppt lausum
David Maldonado sleppt lausum

Grimmdarleg og óvanaleg refsing

Bræðurnir sátu saman í Pennsylvania State fangelsinu í 37 ár og allt leit út fyrir það að þeir myndu báðir deyja innan veggja. En nú hefur David verið sleppt lausum á meðan Sammy situr enn inni. Ástæðan eru tveir hæstaréttardómar sem taka á málefnum fólks undir 18 ára aldurs.

Árið 2012 dæmdi hæstiréttur Bandaríkjanna að lífstíðardómar án reynslulausnar fyrir fanga undir 18 ára aldri væri grimmdarleg og óvanaleg refsing. Árið 2016 dæmdi dómstóllinn þetta svo afturvirkt sem hafði áhrif á stöðu 2300 fanga í öllum Bandaríkjunum, þar af 500 í Pennsylvaníu.

Dómstólar innan fylkisins hafa nú verið að vinna sig í gegnum málin og dæma þau upp á nýtt, frá því elsta til hins yngsta. Elsti fanginn er 79 ára og hafði setið inni í 63 ár. 40 föngum hefur þegar verið sleppt á grundvelli hæstaréttardómanna. Þann 13. desember var mál David Maldonando tekið fyrir. Að lokum var dómur hans styttur í 30 ár og honum sleppt úr fangelsi í maí 2017.

Ungt fólk hvatvíst og á erfiðara með að standast hópþrýsting

Spurningar hafa vaknað um réttlætið í þessu máli í ljósi þess að Sammy er einungis 15 mánuðum eldri en David, sem framdi morðið. Lögfræðingur þeirra, Michael Wiseman, segir: „Sammy stakk engan, hann var bara laminn. En hann var orðinn 18 ára gamall.“ Sammy segist sjálfur ekki hafa haft þroska til að taka réttar ákvarðanir á þessum tíma. Hann hafi bæði verið hvatvís og áhrifagjarn.

Samtök lækna (AMA) og sálfræðinga (APA) í Bandaríkjunum hafa vakið athygli á því að lagabókstafurinn fer ekki eftir neinum læknisfræðilegum eða sálfræðilegum viðmiðum þegar kemur að því að meta sakhæfi. Rannsóknir þeirra sýna að heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en um miðjan þrítugsaldur. Þetta á sérstaklega við þann hluta heilans sem stjórnar hvatvísi fólks og sjálfsstjórn. Sneiðmyndir og fleira sýna að fólk á aldrinum 18 til 24 ára bregst öðruvísi við en eldra fólk.

B.J. Casey, prófessor í sálfræði við Yale háskóla, segir: „Heilinn okkar tekur breytingum allt æviskeiðið en snemma á þrítugsaldri er hann ennþá að taka mjög miklum breytingum.“ Þetta á sérstaklega við hluti eins og ákvarðanatöku, áhættumat, að standast hópþrýsting og fleira í þeim dúr. Því er ljóst að 18 ára viðmið lagabókstafsins er alls ekki sanngjarnt.

Allir foreldrar vita þetta

Þessi þrýstingur frá vísindasamfélaginu er þegar byrjaður að síast inn í réttarkerfið, en að mjög litlu leyti þó. Á þremur stöðum í Bandaríkjunum (San Francisco, New York og Idaho) hefur verið komið upp sérstökum dómstólum fyrir 18 til 25 ára einstaklinga. Í nokkrum fylkjum til viðbótar hafa sérstakar fangelsisálmur verið opnaðar fyrir þennan aldurshóp.

Dómur hæstaréttar Bandaríkjanna frá 2012 sem hratt máli David af stað var einmitt dæmdur út frá þessum vísindalegu rökum. Dómarinn Elena Kagan sagði: „Ákvörðun okkar er ekki aðeins byggð á almennri skynsemi, því sem „allir foreldrar vita“, heldur einnig á vísindum og félagsvísindum.“ En margir myndu segja að Sammy ætti að fá sömu meðferð í ljósi rannsóknanna.

Báðir bræðurnir hafa snúið við blaðinu, menntað sig og hjálpað samföngum sínum. Sammy segist vera himinlifandi að David hafi komist út og er sannfærður um að hann sjálfur verði frjáls einn daginn. Tilfinningar David eru blendnar því hann á erfitt með að skilja bróður sinn eftir í fangelsinu. Eina leiðin fyrir Sammy að losna er að lögunum verði breytt eða að ríkisstjóri Pennsylvaníu náði hann, sem er ákaflega fáheyrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar