fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Getnaðarlimir verndaðra eðla seldir sem helgar rætur

Umfangsmikið svindl og veiðiþjófnaður – „Áfall“ segja dýraverndunarsamtök

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. júní 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku dýraverndunarsamtökin World Animal Protection gáfu út yfirlýsingu í síðustu viku vegna umsvifamikils svindls. Þá var maður handtekinn í Noida héraði í Indlandi, nálægt höfuðborginni Nýju Delhi, tengdur því.

Hann og fleiri eru grunaðir um að selja falskar Hatha Jodi rætur. Hatha jodi er mjög sjaldgæf og vex einungis á afskekktum svæðum í Indlandi og Nepal. Rótin er talin hafa mikinn kraft og fólk frá Asíu notar hana í trúarathöfnum til þess að öðlast hamingju, heppni og auð. Gangverðið á hverri rót getur hlaupið á tugum þúsunda króna.

Kynfærði verndaðra eðla

Það sem svindlararnir hafa hins vegar verið að selja á netinu og víðar eru hins vegar alls ekki Hatha Jodi rætur heldur þurrkaðir getnaðarlimir eðla sem líkjast rótunum. Ekki nóg með það þá eru þessar eðlur (e. monitor) í útrýmingarhættu og hafa verið verndaðar í Indlandi síðan 1972.

Ljóst er að um umsvifamikinn veiðiþjófnað er að ræða og framboðið annar ekki eftirspurninni. Því hafa svindlararnir tekið upp á því að taka afsteypur af eðlukynfærunum (en ekki rótinni sjálfri) og selja þær einnig.

„Við erum í áfalli vegna umfangs þessarar óforskömmuðu starfsemi með ólöglegar dýraafurðir.“ Sagði dr. Neil D´Cruze hjá World Animal Protection. Varað er við kaupum á Hatha Jodi á netinu sem t.d. eru seldar á vefnum Amazon.com á u.þ.b. 60 dollara stykkið (um 6000 kr).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar