fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar eru ánægðir með Guðna

Þeim fjölgar þó sem eru óánægðir með störf hans

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 23. júní 2017 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ánægja landsmanna með störf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, mælist nú 81,1 prósent og hefur minnkað aðeins frá því að hún náði hámarki. Hún mældist 85 prósent í apríl og 83,9 prósent í maí. Þetta er samkvæmt nýrri könnun MMR.

Í frétt MMR segir að óánægja landsmanna með störf Guðna Th. sem forseta Íslands hafi aukist frá síðustu mælingu. Þar kom í ljós að 5,1 prósent sögðust óánægðir með störf forsetans samanborið við 2,8 prósent í síðustu mælingu.

Fleiri konur en karlar sögðust vera ánægðar með störf forsetans, eða 86 prósent, samanborið við 77 prósent karla.

Þá mátti sjá að ánægja með störf Th. Jóhannessonar reyndist mismunandi þegar horft var til stuðnings til stjórnmálaflokka. Mest var ánægjan með störf forsetans hjá stuðningsfólki Samfylkingarinnar, eða 96 prósent. Stuðningsfólk Framsóknar- (64%) og Sjálfstæðisflokksins (68%) reyndust almennt ekki vera jafn ánægt með störf forsetans og stuðningsfólk annarra flokka.

Til samanburðar frá síðustu mælingum í apríl 2017 reyndust stuðningsfólk Pírata og Vinstri grænna sá flokkur sem ánægðastir voru með störf forsetans, jafnir með 95%.

974 einstaklingar svöruðu könnun MMR sem var framkvæmd dagana 6. til 14. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar