Fréttir

Inga kvartaði við menn að störfum fyrir utan heimili hennar: Öll virðing fyrir þjóðhátíðardeginum horfin

Sjá myndbönd af vettvangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. júní 2017 16:55

„Það er einkennileg tímasetning á framkvæmdum þegar allt er sett á fullt á þjóðhátíðardaginn, meira að segja strax um morguninn, en það hefur hins vegar lítið verið unnið þarna undanfarna daga. Það voru að minnsta kosti tveir dagar þarna í vikunni þar sem ég sá enga hreyfingu á vellinum. En það var þarna fjöldi manns að vinna um miðjan dag í dag,“ segir Inga G. Halldórsdóttir, íbúi í Breiðholti, í viðtali við dv.is, en drynjandi hávaði vegna vinnuvéla fyllti hverfið hennar nánast allan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, vegna lagfæringa á leikvelli. Leikvöllurinn er staðsettur í miðju íbúðahverfi þar sem eru meðal annars göturnar Dvergabakki, Arnarbakki og Blöndubakki.

Ingu þykir borgaryfirvöld sýna þjóðhátíðardegi landsmanna litla virðingu með því að standa fyrir framkvæmdum af þessu tagi. Þegar við bættust mótmæli sem Jæja-hópurinn stóð fyrir á Austurvelli kl. 11 að morgni 17. júní, vegna vopnaburðar lögreglu á fjöldasamkomum, þótti Ingu sem lítið væri orðið eftir af hátíðleika dagsins.

„Það var verið að mótmæla vopnaburði lögreglunnar kl.11 á Austuvelli þegar þjóðhátíðin ætti að standa sem hæst. Mér finnst ekki við hæfi að hafa mótmæli þegar þjóðhátíð á að standa sem hæst í miðbæ borgarinnar,“ segir Inga.

„Það eru margar blokkir sem liggja þarna að framkvæmdasvæðinu og var flaggað í fullar stangir í blokkunum í kring á meðan lætin stóðu yfir. Mér finnst bara alveg til skammar að standa svona að þessu,“ segir Inga enn fremur í viðtali við dv.is.

Hún segist auk þess hafa lítið orðið vör við skipulögð hátíðarhöld af hálfu borgarinnar í tilefni dagsins:

„Já, mér sýnist borgin ekki vera að standa sig. Skólar ekki þátttakendur með lúðrasveit eða neitt þannig. Ég veit ekki til þess að það hafi verið nein hátíðarhöld á vegum borgarinnar í Breiðholti í dag. Sorglegt, finnst mér.“

Inga birti tvö myndbönd af vettvangi á FB-síðu sinni, sem skoða má hér að neðan. Við annað þeirra skrifaði hún:

„Þetta er það sem við höfum mátt vel við una hér Neðra Breiðholti í boði borgarinnar á sjálfan þjóðhátiðardaginn.. Í stað lúðrasveitar hefur dunið hér vinnuvélahljóðin. Ég átt tal við starfsmann hér sem bar því við að það væri verið að nýta tímann en þá sagði ég honum hvernig hann gæti svarað því þannig til þegar þetta hefur staðið mannlaus meira og minna í vikunni. Ég tjáði honum að mér væri alveg ofboðið að svona framkvæmdir í miðju íbúðahverfi væru viðhafðar á slíkum degi. Þetta hér og mótmæli niðri í bæ. Það er engin virðing fyrir þessari hátíð hjá borgarstjórn.“

En er Inga mikill ættjarðarsinni?

„Nei ég held bara að ég vilji standa vörð um það sem við höfum hér á landi, sjálfstæðið og frelsið. Við erum talin vera betur stödd en margar aðrar þjóðir og við þurfum að gæta þess að glata ekki því sem við höfum.“

Fór út og ræddi við mennina

Í öðru myndbandinu sést Inga ræða við mennina sem voru að störfum á leikvellinum og ollu svo miklum hávaða. Samskiptin voru hin kurteislegustu en mennirnir sögðust hafa viljað freista þess að klára verkið fljótt. Inga benti þá á að hún hefði lítið orðið vör við vinnu á svæðinu í vikunni.

Töluverður og stöðugur hávaði var í nágrenninu vegna vinnunar, eins og heyra má í þessu myndskeiði:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“