fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Versta martröðin: Dæturnar víxluðust eftir fæðingu – Önnur þeirra ólst upp hjá morðingja

Zoya Tuganova hefur höfðað mál gegn sjúkrahúsinu í Chelyabinsk

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 16. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu ár liðu þar til Zoya Tuganova, sjötug kona í borginni Chelyabinsk í suðurhluta Rússlands, áttaði sig á því að dóttirin sem hún hafði alið upp í 30 ár var ekki líffræðileg dóttir hennar.

Dóttir hennar og dóttir annarrar konu sem lá á fæðingardeildinni um sama leyti höfðu víxlast eftir fæðinguna. Nú hefur Zoya ákveðið að höfða skaðabótamál gegn sjúkrahúsinu í Chelyabinsk vegna mistakanna.

Það reyndist Zoyu þungbært þegar sannleikurinn kom í ljós.
Þungbært Það reyndist Zoyu þungbært þegar sannleikurinn kom í ljós.

Zoya sagði í samtali við rússneska fjölmiðla fyrir skemmstu að hana hafi grunað að ekki væri allt með felldu þennan örlagaríka dag árið 1987 þegar hún fékk dóttur sína í hendurnar. Hún sagðist ekki þekkja barnið og grunaði að stúlkan væri ekki sú sem hún kom í heiminn skömmu áður. Heilbrigðisstarfsfólk lét þennan grun Zoyu sem vind um eyru þjóta og sannfærði hana um að stúlkan væri hennar.

Svo fór að Zoya fór heim með annað barn, stúlku sem nefnd var Katya, en hún fæddist með hjartagalla. Á sama tíma fór önnur kona, Elvira Tuligenova, heim með dóttur Katyu sem nefnd var Lucia.

Að sögn Zoyu var líf líffræðilegu dóttur hennar enginn dans á rósum. Báðir foreldrarnir, Elvira og maður hennar, voru atvinnulausir og ólst hún því upp við kröpp kjör. Þegar stúlkan var þrettán ára var hún send á munaðarleysingjahæli eftir að móðir hennar lést en á sama tíma var faðir hennar í fangelsi fyrir morð.

Zoya sagði við rússneska fjölmiðla að öll þessi ár hefði hana grunað að stúlkan, sem allir töldu að væri dóttir hennar, væri það ekki í raun og veru. Eftir dauða eiginmanns hennar hóf hún þó að rannsaka málið og þá kom sannleikurinn í ljós. Katya og Zoya höfðu upp á Luciu og eftir DNA-rannsókn kom á daginn að Lucia var í raun og veru dóttir Zoyu.

Zoya hefur ákveðið að höfða skaðabótamál vegna mistakanna og krefst hún þess að fá greiddar bætur að jafnvirði 5,3 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv