fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Snæbjörn dæmdur í sextán mánaða fangelsi: Þrettán mánuðir skilorðsbundnir

Auður Ösp
Föstudaginn 5. maí 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Steingrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS (Samtaka myndréttarhafa á Íslandi) hefur verið dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, umboðssvik og brot á lögum um bókhald. Þrettán mánuðir af sextán eru þar af skilorðsbundnir. Auk þess er honum gert að greiða rúmar sautján milljónir króna í sekt. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mbl.is greinir frá.

Snæbjörn var ráðinn framkvæmdastjóri Smáís árið 2007 og var áberandi í baráttu þeirra gegn dreifingu á höfundarréttarvörðu efni á netinu allt þar til hann lét af störfum í vor. Hann gengdi starfinu í sex ár en var kærður af stjórn samtakanna til sérstaks saksóknara vorið 2014.

Var hann sakaður um að hafa yfir sex ára tímabil dregið sér tæp­lega 640 þúsund af debetreikningi félagsins og 6,8 milljónir af kreditkorti þess. Kemur fram í ákærunni að hann hafi dregið fé af kortinu til eigin nota, meðal annars til greiðslu reikninga á veit­inga­hús­um, krám, vín­búðum og raf­tækja­búðum.Þá var hann kærður fyrir að hafa látið und­ir höfuð leggj­ast að færa lög­boðið bók­hald fé­lag­ins árin 2008 til 2014.

Fyrir dómnum játaði Snæbjörn þau brot sem sneru að van­skilum á virðis­auka­skatt­skýrsl­um, en neitaði að hafa dregið að sér rúmlega 640 þúsund af de­bet­reikn­ingi fé­lags­ins og 6,8 millj­ón­ir af kred­it­korti þess.

DV greindi frá því árið 2014 að Stjórn Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefði lagt fram beiðni um að samtökin yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Stjórn samtakanna sögðuþau ógjaldfær vegna ýmissa brota fyrrverandi framkvæmdastjórans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd