fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Enn eitt eldflaugaskot Norður-Kóreu

Japanir segja komið að beinum aðgerðum vegna eldflaugaskotsins – Bandaríkin segja að stríð yrði hörmulegt

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. maí 2017 05:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Her Norður-Kóreu skaut eldflaug á loft í nótt, á mánudagsmorgni að staðartíma í Kóreu. Eldflaugin fór um 450 kílómetra áður en hún hrapaði í hafið í efnahagslögsögu Japan, um 200 sjómílur frá ströndum landsins. Þegar fréttist af eldflaugaskotinu sagði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, að nú væri komin tími til beinna aðgerða gagnvart Norður-Kóreu. Bandarísk stjórnvöld segja að það sé bein ávísun á hörmungar ef til hernaðarátaka kemur við Norður-Kóreu.

Eldflauginni var skotið frá strandbænum Wonsan. Bandaríkjaher segir að um skammdræga eldflaug hafi verið að ræða og að fylgst hafi verið með flugi hennar í þær sex mínútur sem hún var á lofti áður en hún lenti í Japanshafi.
Shinzo Abe fordæmdi eldflaugaskotið og sagði að ekki verði við það unað að Norður-Kórea haldi ögrunum sínum áfram og láti allar aðvaranir frá alþjóðasamfélaginu sem vind um eyru þjóta.

„Eins og við vorum sammála um á G7 fundinum er vandinn varðandi Norður-Kóreu í forgangi hjá alþjóðasamfélaginu. Til að hræða Norður-Kóreu munum við ásamt Bandaríkjunum grípa til beinna aðgerða.“

Í kjölfar fundar G7 ríkjanna á föstudaginn sagði Donald Trump, forseti, að vandinn hvað varðar Norður-Kóreu verði leystur. Jim Mattis, varnarmálaráðherra Norður-Kóreu, sagði í gær að stríð við Norður-Kóreu yrði hörmulegt.

Í þættinu Face the Nation hjá CBS News í gær sagði hann að ef ekki tekst að leysa málið eftir diplómatískum leiðum þá verði hörmulegt stríð. Hann sagði einnig að stríð við Norður-Kóreu yrði líklegast versta stríðið sem núlifandi kynslóðir myndu upplifa.

Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu er með mikinn fjölda af fallbyssum og eldflaugum nærri landamærunum við Suður-Kóreu og getur látið sprengjum rigna yfir eitt þéttbýlasta svæði Jarðarinnar, Seoul sem er höfuðborg Suður-Kóreu.
Mattis sagði einnig að Rússlandi og Kína myndi stafa ógn af hugsanlegum átökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar