fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Mjög mikil“ hryðjuverkaógn í Bretlandi – Ný árás hugsanlega yfirvofandi

Viðbúnaðarstig hækkað upp í hæsta stig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 04:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld hækkuðu í gærkvöldi viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka upp á fimmta og hæsta stig. Þetta bendir til að önnur hryðjuverkaárás sé yfirvofandi eða mjög líkleg. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar fundar COBRA nefndarinnar, þjóðaröryggisnefndar, í gær. Theresa May, forsætisráðherra, tilkynnti um hækkun viðbúnaðarstigsins og að hermenn myndu koma vopnuðum lögreglumönnum til aðstoðar við gæslu á mikilvægum stöðum.

Þetta er gert í samræmi við áætlun sem gengur undir nafninu Operation Temperer en hún var þróuð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í nóvember 2015. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að hermenn komi að öryggisgæslu á stórum viðburðum eins og tónleikum og íþróttakappleikjum. Einnig er gert ráð fyrir að hermenn sinni öryggisgæslu á götum úti og í verslunarmiðstöðvum. Það má því búast við að hermenn verði mjög sýnilegir á laugardaginn við Wembley leikvanginn þegar úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fer fram.

Ákvörðun COBRA kemur í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester á mánudagskvöldið þar sem sjálfsvígssprengjumaðurinn Salman Abedi sprengdi sig í loft upp en sprengjan varð 22 að bana og 59 særðust. Mörg fórnarlambanna voru börn.

Theresa May sagði í gær að ekki væri hægt að útiloka „að fleiri tengist þessari árás“. Sky-fréttastofan segir að þegar May tilkynnti um hækkað viðbúnaðarstig hafi komið fram að the Joint Terrorism Analysis Center, sjálfstæð stofnun sem metur hættustigið, hafi mælt með að það yrði hækkað í kjölfar árásarinnar á mánudaginn. Hún sagði að það væri mat stofnunarinnar að ekki væru aðeins miklar líkur á annarri árás heldur væri hún jafnvel yfirvofandi.

Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem viðbúnaðarstigið er fært á efsta stig en það gerðist síðast í júní 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar